Um níundu stundu

Þáttur 2 af 2

Í síðari hluta þáttarins er flutt tónverkið Die Sieben Worte Jesu Christi am Kreuz eftir Heinrich Schütz. Lesið úr guðspjöllunum ritningargreinar, um síðustu orð Krists og Eyvindur Erlendsson les úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar 33 vers. Jafnframt er eftirfarandi lesið: Ljóðið Jólin eftir Kjartan Árnason, Undir sverðsins egg, brot úr smásögu eftir Jakobínu Sigurðardóttur, úr bókinni Vegurinn upp á fjallið, Rödd, ljóð eftir Hannes Pétursson, Eli Eli, ljóðabrot eftir Stephan G. Stephansson úr Andvökum, Andvarpið, ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson úr bókinni lokum, kafli úr sögunni Barrabas eftir Pär Lagerkvist í þýðingu Ólafar Nordal og Jónasar Kristjánssonar, Ef til vill, ljóð eftir Snorra Hjartarson, Stóð við Krossinn (Stabat mater) eftir Jacoppne da Todi í þýðingu Matthíasar Jochumson. Lesarar eru Gyða Ragnarsdóttir, Baldvin Halldórsson og Kristján Franklín Magnússon.

Frumflutt

18. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Um níundu stundu

Um níundu stundu

Í þættinum er fjallað um krossgöngu Jesú og síðustu orð hans á krossinum. Þátturinn er í tveim hlutum.

Umsjón: Þorgeir Ólafsson.

(Áður á dagskrá árið 2000)

Þættir

,