Um níundu stundu

Þáttur 1 af 2

Í þættinum, sem er í tveimur hlutum, er fjallað um krossgöngu Jesú og síðustu orð hans á krossinum. Í fyrri hlutanum er stuðst við texta úr The New Katolic Encyclopedia í þýðingu Inga Karls Jóhannessonar. Rætt er við Hjört Magna Jóhannsson prest um krossgönguna í Jerúsalem. Séra Hjalti Þorkelsson prestur kaþólska safnaðarins í Hafnarfirði og nunnurnar í Karmel klaustrinu í Hafnarfirði fara með krosstöðubænir og syngja á latínu. Fluttur er kafli úr Lúkasarguðspjalli. Lesið er ljóðið Jesús, Maríuson eftir Jóhannes úr Kötlum. Ingveldur G. Ólafsdóttir syngur Krossferli fylgja þínum eftir Hallgrím Pétursson, upptakan er gerð 26.03.1991, án undirleiks og er þetta frumflutningur á verkinu.

Frumflutt

17. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Um níundu stundu

Um níundu stundu

Í þættinum er fjallað um krossgöngu Jesú og síðustu orð hans á krossinum. Þátturinn er í tveim hlutum.

Umsjón: Þorgeir Ólafsson.

(Áður á dagskrá árið 2000)

Þættir

,