Syndin er lævís og lipur

Þáttur 13 af 16

Frumflutt

24. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Syndin er lævís og lipur

Syndin er lævís og lipur

Syndin er lævis og lipur, stríðsminningar Jóns Kristófers, eftir Jónas Árnason. Höfundur les, en þetta var áður á dagskrá 1984. Hér segir Jón Kristófer Sigurðsson frá ævi sinni og harla umbrotasömum lífsferli. Hann var uppalinn í Stykkishólmi, gekk ungur í Hjálpræðisherinn en starfaði einnig með veraldlegum vopnasveitum í her hans hátignar. Hann sigldi víða um heimshöfin og lenti í margháttuðum ævintýrum. Hér heima kynntist hann minnisstæðum mönnum, þar á meðal skáldinu Steini Steinarr sem orti um hann frægt kvæði, „Þegar Jón Kristófer Sigurðsson lét úr höfn, stóð Herinn á bryggjunni og söng".” Þar standa þær línur sem bókin dregur nafn af. Og það var Steinn sem gaf Jóni Kristófersnafnið sem hann gekk síðan undir, í eigin munni og annarra. En synd Jóns Kristófers var ekki síst hafa ungur gengið Bakkusi á vald sem stýrði síðan lífi hans drjúgum hluta. Jónas Árnason samdi nokkrar skemmtilegar ævisögur og ýmislegt fleira, þótt kunnastur yrði hann af leikritagerð sinni. Jónas Árnason skrásetti og les.

Þættir

,