Stakkaskipti

3. þáttur Námsmat og námsefni

Námsmat og námsefni eru stór hluti af starfi innan framhaldsskólakerfisins. Félagslífið er líka mikilvægur hluti af framhaldsskólanum. Gervigreindin er tækni sem ryður sér hratt til rúms í menntakerfinu líkt og annars staðar. Á sama tíma eiga ýmsar námsbrautir undir högg sækja. Viðmælendur í þriðja þætti Stakkaskipta eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Ársælsson, Hildur Ýr Ísberg, Hjálmar Gíslason, Matthildur Ársælsdóttir og Sólveig Hannesdóttir.

Frumflutt

2. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Stakkaskipti

Stakkaskipti

Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.

Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.

Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Þættir

,