
Sorrí hvað ég svara seint
Systkinin Fanney og Bergur eru á þrítugsaldri og alltaf á ferðinni milli vinnu, skóla og ástar, að reyna að uppfylla væntingar sjálfra sín og annarra. Þau hafa lítinn tíma til að hittast og tala saman í gegnum hljóðskilaboð í snöggum innskotum á milli verkefna. Bergur fer í nám til Bandaríkjanna og samband systkinanna tekur óvænta stefnu. Ólík viðhorf og gildi, svik og lygar og brothætt hjónaband foreldra þeirra veldur togstreitu á milli þeirra. Svo egar þau halda að ástandið geti ekki versnað mæta þau ófyrirséðri áskorun svo þau neyðast til að staldra við, horfast í augu við raunveruleikann og endurmeta hvað skiptir mestu máli.
Höfundar: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Arnar Hauksson.