Sjáandinn á Vesturbrú

Morðin á Peter Bangs Vej

Í fjórða þætti af fimm segir frá skelfilegum örlögum hjóna á Friðriksbergi árið 1948 og hvernig Guðný Eyjólfsdóttir Vestfjörð tengist mest umræddu morðum í sögu Danmerkur. Sagt er frá miðilsfundi á vettvangi glæpanna og ferð sjáandans á Vesturbrú til Íslands með heimildarkvikmynd í farteskinu.

Í þættinum heyrast brot úr tveimur dönskum hlaðvarpsþáttaröðum, annars vegar þáttaröðinni Edderkoppen og min morfar eftir Julie Bundgaard sem er hluti af hlaðvarpinu Krimiland, hins vegar Dobbeltmordet eftir Thomas Bjerregaard Nielsen sem Danmarks Radio framleiðir.

Tónlistin í þættinum er úr smiðju Patriciu Brennan, The Caretaker, Kai Normann Andersen, Börge Roger Henrichsen Kvintet, , The Swe-Danes, Halfdan A og Jeppe Kaas. Einnig heyrist í söngkonunni Karen Jönsson og hljómsveit Les Brown.

Frumflutt

1. okt. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sjáandinn á Vesturbrú

Sjáandinn á Vesturbrú

Guðný Eyjólfsdóttir Vestfjörð fæddist á köldu vori árið 1888 og ólst upp í torfkofa í Nauthólsvík. Upp úr tvítugu sigldi hún til Kaupmannahafnar þar sem hún vann láglaunastörf, varð einstæð móðir, komst í kast við lögin og gerðist spákona og heilari yfirstéttar Kaupmannahafnarborgar. Hún upplifði gríðarlegar breytingar á heiminum og nokkrum dögum áður en hún lést barst ómurinn af tónleikum Elton John í Tívolí inn um gluggana heima hjá henni á Vesturbrú.

Umsjón: Þórdís Gísladóttir.

Samsetning og framleiðsla: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Þættir

,