Sjáandinn á Vesturbrú

Í Nauthólsvík

Í þessum fyrsta þætti af fimm er sagt frá uppvaxtarárum Guðnýjar Eyjólfsdóttur og systur hennar Jósefínu. Álfatrú kemur við sögu og fjallað er um endalok torfbæjarins Nauthóls.

Í þættinum er rætt við Kristínu Svövu Tómasdóttur sagnfræðing, Dalrúnu Kaldakvísl sagnfræðing og Þórarin Óskar Þórarinsson. Einnig heyrast upptökur sem varðveittar eru á gagnagrunninum Ísmús þar sem Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur ræðir við Jósefínu Eyjólfsdóttur spákonu. Ísmús er í umsjá Tónlistarsafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns. Í þættinum heyrist tónlist eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur sem listhópurinn Hlökk flytur, einnig tónlist úr smiðju The Caretaker, Önnu Þórhallsdótturog Kai Normann Andersen.

Frumflutt

10. sept. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sjáandinn á Vesturbrú

Sjáandinn á Vesturbrú

Guðný Eyjólfsdóttir Vestfjörð fæddist á köldu vori árið 1888 og ólst upp í torfkofa í Nauthólsvík. Upp úr tvítugu sigldi hún til Kaupmannahafnar þar sem hún vann láglaunastörf, varð einstæð móðir, komst í kast við lögin og gerðist spákona og heilari yfirstéttar Kaupmannahafnarborgar. Hún upplifði gríðarlegar breytingar á heiminum og nokkrum dögum áður en hún lést barst ómurinn af tónleikum Elton John í Tívolí inn um gluggana heima hjá henni á Vesturbrú.

Umsjón: Þórdís Gísladóttir.

Samsetning og framleiðsla: Þorgerður E. Sigurðardóttir.

Þættir

,