Í þættinum verður óperan Tosca flutt í heild sinni í hljóðritun frá tónleikum í Háskólabóí frá 8. mars árið 1983 undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat.
Á undan flutningum verður stutt söguleg umfjöllun um flutning Toscu á Íslandi og leiknar tvær aríur frá flutningnum í Þjóðleikhúsinu árið 1957. Guðrún á Símonar (Tosca) syngur aríu Toscu Vissi D'arte og Stefán Íslandi syngur seinni aríu Caradossi, E lucevan le stelle. Tími: 14:55
Hlutverkin í óperunni frá 1983 syngja:
Floria Tosca - Sieglinde Kahmann sópran
Mario Cavaradossi listmálari - Kristján Jóhannsson tenór
Scarpia lögreglustjóri - Robert W. Becker baritón
Angelotti, pólitískur fangi og Sciarrone lögreglunjósnari - Guðmundur Jónsson barítón
Múnkur og fangavörður-Kristinn Hallsson bassi
Spoletta, lögreglufulltrúi - Már Magnússon tenór.
Hjarðsveinn - Elín Sigurvinsdóttir sópran
Ítarlega kynningar Þorsteins Hannessonar fylgja með.