Passíusálmarnir og þjóðin

Páll Bergþórsson, Hörður Áskelsson og Megas

Fjallað er í þættinum um tónlist og Passíusálma og rætt við Pál Bergþórsson veðurfræðing og Hörð Áskelsson organleikara. Inn í viðtalið er fléttað fjórum tóndæmum úr Passíusálmalögunum gömlu, sem Mótettukór Hallgrímskirkju söng sérstaklega vegna þáttarins.

Einnig er rætt við Megas og lag Megasar við 46. Passíusálm leikið. Hljóðritun hans er tekin af kassettu frá tónleikum í Austurbæjarbíói 1985. Megas og fleiri flytjendur syngja og leika.

Frumflutt

22. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Passíusálmarnir og þjóðin

Passíusálmarnir og þjóðin

Fjallað er um passíusálma Hallgríms Péturssonar (1614-1674) sem er eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Í hugum flestra er hann fyrst og fremst trúarskáld. Meðal íslenskra sálmaskálda hefur hann þá sérstöðu sálmar hans hafa verið sungnir og lesnir meira en nokkurs annars skálds og merkasta verk hans, Passíusálmana, hefur þjóðin lesið og sungið á hverri föstu um aldir. Enn þann dag í dag eru sálmarnir lesnir í útvarpinu á hverju kvöldi alla virka daga föstunnar.

Umsjón: Hjörtur Pálsson.

Þættir

,