PartyZone - Undir diskókúlunni

Party Zone - Undir diskókúlunni : 2. ágúst

Verslunarmannahelgardiskókúlan snýst! Lokaþátturinn okkar á Rás 2 í sumar og í raun uppklappsþáttur þar sem við áttum bara vera í loftinu í júní og júlí Sister Sledge sjá um diskóþrennuna, við spilum hvern dansslagarann á fætur öðrum í tveimur frímínútum. Við förum á skemmtistaðina Hollywood 1982 og á Tunglið 1991. Siðan valhoppum við í gegnum nokkrar verslunarmannahelgarhátíðir á tíunda áratugnum þar sem danstónlist og diskókúlur voru við lýði, n.t.t. Eldborg 92, Uxi 95, Skjálfti 98. Ómissandi nostalgía og dans fyrir landsmenn á faraldsfæti.

Frumflutt

2. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
PartyZone - Undir diskókúlunni

PartyZone - Undir diskókúlunni

Það eiga allir einhverjar góðar og jafnvel trylltar minningar af dansgólfinu þar sem diskókúlan snýst. Við spilum dansmelli áratuganna og kyndum upp í minningum hlustenda. Við rifjum upp skemmtistaði, ákveðin ár eða gullaldartímabil þar sem dansgólfin voru troðfull af gleði og látum.

Þátturinn geymir dagskrárliði eins og Diskóþrennuna, Dansárið er, Skemmtistað fortíðar og íslenska lagið. Gestur þáttarins fær nafnbótina Veislustjórinn og rifjar upp trylling á dansgólfinu og velur nokkur lög. lokum er kokteill kvöldsins hristur fyrir hlustendur, nokkurra laga syrpa með lögum úr ýmsum áttum.

Umsjón: Kristján Helgi Stefánsson og Helgi Már Bjarnason

Þættir

,