PartyZone '95

Árið 1996

Í þessum þætti höldum við áfram vera í nostalgíu kasti og rifjum upp Party Zone á níunni. Safnmixdiskurinn PartyZone '96, þriðji diskurinn sem þátturinn gaf út, verður þungamiðjan í þessum þriðja þætti. Ásamt því spila góðan hluta af þessum magnaða disk munum við spila lög sem trylltu á dansgólfunum og í þættinum á þeim tíma sem diskurinn kom út, það er árið 1996. Gamalt brot af kassettu verður sömuleiðis sett í loftið, en það er upptaka af PartyZone þætti frá í janúar 1996 sem var útvarpað á Xinu 977 í Aðalstrætinu. Þar gekk á ýmsu í stúdíóinu og margt um manninn með tilheyrandi látum og stemmningu.

Frumflutt

15. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
PartyZone '95

PartyZone '95

PartyZone, Dansþáttur Þjóðarinnar fer aftur í tímann og rifjar upp gullaldartímabil í danstónlistinni, sjálfan 10. áratuginn. Þátturinn var í loftinu á laugardagskvöldum á þessum árum og naut mikilla vinsælda, fyrst á Framhaldskólastöðinni Útrás, svo á upphafsárum Xins 977 og svo hér á Rás 2. Það liggur beinast við kalla þáttinn PartyZone '95 í höfuðið á einum af fjórum mixuðum safndiskum þáttarins sem komu út á árunum 94-97. Dansslagarar þáttarins á þessum árum verða spilaðir og hlustendur fluttir í tímavél á tryllt dansgólf tíunda áratugarins hvort sem það voru mislögleg reif, Uxi 95, Rósenberg eða Tunglið

Þættir

,