PartyZone '95

Dansárið mikla

Í þessum öðrum þætti af Party Zone 95 verður farið yfir dansárið mikla eins og það er oft kallað, 1995. Árið þar sem danstónlistinni og djammið á níunni sprakk út, danstónlistin heyrðist á flestum útvarpsstöðvum og skemmtistöðum og Uxa hátíðin var haldin um verslunarmannahelgina. Mixdiskurinn Party Zone '95 kom út og sat í tvær vikur á toppi sölulistans.

Frumflutt

8. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
PartyZone '95

PartyZone '95

PartyZone, Dansþáttur Þjóðarinnar fer aftur í tímann og rifjar upp gullaldartímabil í danstónlistinni, sjálfan 10. áratuginn. Þátturinn var í loftinu á laugardagskvöldum á þessum árum og naut mikilla vinsælda, fyrst á Framhaldskólastöðinni Útrás, svo á upphafsárum Xins 977 og svo hér á Rás 2. Það liggur beinast við kalla þáttinn PartyZone '95 í höfuðið á einum af fjórum mixuðum safndiskum þáttarins sem komu út á árunum 94-97. Dansslagarar þáttarins á þessum árum verða spilaðir og hlustendur fluttir í tímavél á tryllt dansgólf tíunda áratugarins hvort sem það voru mislögleg reif, Uxi 95, Rósenberg eða Tunglið

Þættir

,