
Óperan í daglega lífinu
Söguþræðir í óperum þykja stundum reyfaralegir, en samt eru margar óperur byggðar á raunverulegum atburðum eða á lífi fólks sem var til í raun og veru. Hvað er langt á milli óperunnar og raunveruleikans? Í þáttaröðinni „Óperan í daglega lífinu“ verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður hennar borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.