Norrænar bækur 2023

Tilnefningar Íslendinga og samræða um allar bækurnar

Í þessum síðasta þætti um norrænar bækur 2023 er sagt lítillega frá tilnefningum Íslendingar til verðlaunanna, skáldsögunni Ljósgildrunni eftir Guðna Elísson og ljóðabókinni Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og skáldsögunni Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur og myndabókinni Eldgost eftir Rán Flygenring sem tilnefndar eru til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sagt er stuttlega frá þessum bókum og leikin brot úr eftirfarandi þáttum, Morgunútvarpi rásar 1 28/10 2022, Víðsjá 12/12 2021 og 8/2 2023 sem og úr þættinum Svona er þetta frá 19/12 2021 en í þessum þáttum var fjallað um ofangreindar bækur og rætt við höfundana. Einnig er í þættinum rætt við þær Helgu Ferdinandsdóttur og Silju Björk Huldudóttur um bækurnar sem tilnefndar eru en Helga situr í dómnefnd Barna - og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Silja Björk í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjón Jórunn Sigurðardóttir

Frumflutt

27. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Norrænar bækur 2023

Norrænar bækur 2023

Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.

Þættir

,