Norrænar bækur 2023

Tilnefningar Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Í þættinum sagt frá tilnefningum Finna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem og til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandráðs.

Í upphafi þáttar er rætt við rithöfundinn Tapio Koivukari um bókmenntalífið í Finnlandi og áhugann þar í landi á Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs.

Þá er sagt frá bókunum tveimur sem FinNar tilnefna til hinna rótgrónu verðlauna sem er Musta Peili (Svarti spegillinn) eftir Emmu Puikkonen og Den stora blondinens sista sommar ( Síðasta sumar stóru blondínunnar) eftir Peter Sandström. Sagt er frá bókunum og lesin brot úr texta þeirra í snörun umsjónarmanns. Einnig sagt frá tilnefningunum til Barna - og unglingabókmenntaverðlaunanna sem eru unglingabókin Vi ska ju bara cykla förbi (Við ætlum bara hjóla framhjá) eftir Ellen Sandström og myndabókinni Kaikki löytämäni viimeiset (Allt mitt síðasta) eftir Maiju Hurme. Sagt er frá bókunum og lesin brot úr texta þeirrar fyrrnefndu.

Umsjónarmaður Marta Guðrún Jóhannesdóttir

Lesarar Kristín Björk Kristjánsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson og Þóra Tómasdóttir

Frumflutt

6. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Norrænar bækur 2023

Norrænar bækur 2023

Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.

Þættir

,