Myrtu þeir Eggert?

Fyrri þáttur: Valdatafl, vanefndir og pólitískar hrókeringar

Keflavík var bæjarfélag í örum vexti þegar ungur og frambærilegur Sjálfstæðismaður, Eggert J Jónsson, var ráðinn sem bæjarstjóri og flutti með konu sinni og þremur börnum suður með sjó hefja nýtt líf. Hann naut vinsælda í bænum en pólitísk undanbrögð áttu eftir valda því hann tók við embætti bæjarfógeta og hóf sækja til saka menn, og sekta fólk sem áður hafði mátt eiga von á því sleppa auðveldlega frá löngum armi laganna. aðdragandi andláti Eggerts kann skipta sköpum um eftirleikinn.

Frumflutt

5. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Myrtu þeir Eggert?

Myrtu þeir Eggert?

Hvað varð til þess skyndilegt, og dularfullt, andlát bæjarfógetans í Keflavík var ekki rannsakað af lögreglu á sjöunda áratug síðustu aldar? Í þessum tveimur þáttum rannsaka feðginin Sindri og Snærós andlát Eggerts J. Jónssonar bæjarstjóra og bæjarfógeta í Keflavík sem lést með sviplegum hætti árið 1962, aðeins 43 ára gamall. Pólitískt valdatafl, glæpsamleg undanbrögð og fjölskylduharmleikur settu sannarlega mark sitt á friðsælt fjölskyldulíf Eggerts. Rannsóknin hefur leitt í ljós ekki var allt með felldu, en mörgum áratugum síðar leita afkomendur Eggerts svara við þeim áleitnu spurningum sem þeir hafa haft um andlát fjölskylduföðurins.

Umsjón: Sindri Freysson og Snærós Sindradóttir.

Þættir

,