Með útúrdúrum til átjándu aldar

Þáttur 5 af 6

Umsjónarmaður tekur sér leiðsögn til Íslands á átjándu öld. - Lesari með umsjónarmanni er Hjalti Rögnvaldsson

Þetta er fimmti og næstsíðasti þátturinn og fjallar um leiðangur Stanleys á Íslandi sumarið 1789. Förinni er heitið til Heklu en ótal útúrdúrar og uppákomur tefja en á meðan hittum við Ísland á átjándu öld, m.a. er staldrað við í Reykjavík sem er nýfarin standa í lappirnar, Dómkirkjan í smíðum og verið er leggja Hafnarstræti en Austurvöllur er tjaldstæði Englendinganna. Við kynnumst nokkrum nafngreindum löndum, Gísla Thorlaciusi, hinum drykkfellda rektor Hólavallaskóla, Ólafi Stephensen, óðalsbónda og valdsmanni á átjándu öld, en aðallega ónafngreindum konum og körlum sem lifa á þessum dögum.

Frumflutt

4. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Með útúrdúrum til átjándu aldar

Með útúrdúrum til átjándu aldar

Pétur Gunnarsson tekur sér leiðsögn til Íslands á átjándu öld. - Lesari með honum er Hjalti Rögnvaldsson.

Þættirnir eru frá 1996

Þættir

,