Louis Armstrong og Stjörnusveitin
Fjórir þættir um Louis Armstrong og stjörnusveit hans 1947-1971.
Eftir að Louis Armstrong leysti upp stórsveit sína árið 1946, lék hann það sem eftir var ævinnar með sextetti, sem hlaut nafnið Stjörnuveitin eða All-Stars. Það má með sanni segja að nafnið ætti við, því fyrstu árin léku þrjár af stórstjörnum djassins með sveitinni: Jack Teagarden, Earl „Fatha“ Hines og „Big Sid“ Catlet, síðar Cozy Cole. Eftir 1956 fór sveitin að dala þegar menn á borð við Edmund Hall, Trummy Young og Billy Kyle hurfu úr áhöfninni.
Umsjón: Vernharður Linnet.