Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Meistaraverk hljóðritað

Árið 1954 tókst George Avakian, yfirmanni rýþískrar tónlistar Columbia hljómplörufyrirtækinu, Louis Armstrong og stjörnusveitina lausa í þrjá heila daga til hljóðrita breiðskífuna Louis Armstrong plays W. C. Handy. Þetta hafði aldrei gerst áður í sögu sveitarinnar. Hún var bókuð fyrir tónleikahald flesta daga ársins, en Columbia var stöndugt fyrirtæki og gat borgað það sem umboðsmaður Armstrong, Joe Glaser, setti upp. Þetta áhyggjulausa stúdíólíf í þrjá daga, auk þess sem Armstrong hafði ekki spilað nema hluta af blúsum Handys áður, gat af sér helsta meistaraverk hans síðan á dögum Hot Five og Seven sveitanna (sérílagi 1927-8) og platnanna með Luis Russell stórsveitarinnar, fyrst og fremst frá 1935-38. Í þessum þætti heyrum við m.a. hljóðritanir frá Handy upptökunum sem ekki hafa heyrst áður auk samtala í hljóðveri.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Frumflutt

16. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Louis Armstrong og Stjörnusveitin

Fjórir þættir um Louis Armstrong og stjörnusveit hans 1947-1971.

Eftir Louis Armstrong leysti upp stórsveit sína árið 1946, lék hann það sem eftir var ævinnar með sextetti, sem hlaut nafnið Stjörnuveitin eða All-Stars. Það með sanni segja nafnið ætti við, því fyrstu árin léku þrjár af stórstjörnum djassins með sveitinni: Jack Teagarden, Earl „Fatha“ Hines og „Big Sid“ Catlet, síðar Cozy Cole. Eftir 1956 fór sveitin dala þegar menn á borð við Edmund Hall, Trummy Young og Billy Kyle hurfu úr áhöfninni.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Þættir

,