
Hyldýpi
Óveðrið 4.-5. febrúar 1968 er eitt versta veður í manna minnum. Í Ísafjarðardjúpi leituðu á þriðja tug togara vars en ísinging hlóðst upp og skipverjar börðu af ísinn fyrir lífi sínu. Tvö skip sukku í hyldýpið og það þriðja strandaði. Eftir sátu fjölskyldur í sárum. Fjallað er um óveðrið, þrautsegju, hetjudáð og sorg en líka um hvað hefur breyst síðan þetta örlagaríka veður dundi á.
Umsjón: Halla Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson.