Heilahristingur

Fjórði þáttur - Grínhristingur

Benedikt Valsson úr Hraðfréttum situr með Jóhanni Alfreð sem gestastjórnandi í Stúdíó 12 í dag. Og framundan er grínhristingur. Allar spurningar dagsins munu tengjast gríni með einum öðrum hætti. Meðal þess sem kemur við sögu eru íslenskir grínkarakterar, íslenskir titlar á gömlum gamanþáttum, Fóstbræður, Spaugstofan, gamanmyndir og eftirhermur. Það eru tvö bráðfyndin sem lið eigast við ídag. Lið Gjamma mynda þeir Gunnar Sigurðarson og Hjálmar Örn Jóhannsson. Þeir mæta liði Snjójárns, þeim Snjólaugu Lúðvíksdóttir og Ara Eldjárn í hörkuspennandi og skemmtilegri viðureign.

Frumflutt

11. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heilahristingur

Heilahristingur

Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.

Þættir

,