Grindavík: fyrstu dagarnir eftir rýmingu - Fyrsti þáttur
Grindavíkurbær var rýmdur föstudagskvöldið 10. nóvember. En hvernig hafði dagurinn verið fram að rýmingu? Við heyrum frásagnir nokkurra bæjarbúa af þessum degi, sem byrjaði ósköp venjulega…
Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.