
Grindavík
Föstudagurinn 10. nóvember 2023 var upphafið að nýjum kafla í sögu Grindavíkur. Íbúar bæjarins neyddust til að yfirgefa heimili sín í miklum flýti og við tók gríðarleg óvissa um framtíðina. Í þessum þáttum fylgjumst við með lífi Grindvíkinga þróast í takt við sífelldar breytingar.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.