Fólkið í garðinum

Annar þáttur

Í þessum þætti er staldrað við tvö leiði sem skammt er á milli og sjást nokkuð vel þegar gengið er framhjá kirkjugarðinum eftir Suðurgötunni. Þau tilheyra feðgunum Sveinbirni Egilssyni (1791-1852) og Benedikt Gröndal (1826-1907) en báðir voru þeir skáld. Sveinbjörn er fyrst og fremst þekktur fyrir þýðingar sínar úr grísku og latínu, sem og barnavísurnar sínar, til dæmis ?Fljúga hvítu fiðrildin? og auðvitað sem fyrsti rektor Menntaskólans í Reykjavík. Benedikt lagði, auk ritstarfa, stund á náttúrurannsóknir og myndlist en sjálfsævisaga hans, Dægradvöl, er líklega hans þekktasta verk og þar er finna óborganlegar lýsingar skáldsins á umhverfi sínu, sjálfum sér og samferðafólki.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Frumflutt

29. maí 2021

Aðgengilegt til

23. apríl 2025
Fólkið í garðinum

Fólkið í garðinum

Sagt er frá einstaka fólki sem jarðsett er Hólavallagarði, gamla kirkugarðinum við Suðurgötu. Í hverjum þætti er staldrað við tvö leiði og rakin ævi þeirra sem þar hvíla.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Þættir

,