Djassland

Djasshátíð Reykjavíku 2024 - Tríó Jakobs Buchanan

Tríó þeirra Jakobs Buchanan, Chris Speed og Simons Toldam hefur starfað síðan 2016.

Chris Speed er það sem kalla mætti góðkunningja djasshátíðar Rvk - hann hefur margoft komið fram á hátíðinni, með eigin tríói og í samstarfi við bæði Hilmar Jensson og Jim Black. Chris er líka áhrifavaldur á íslenska saxófónleikara eins og td Óskar Guðjónsson. Auk saxófónsins spilar hann meistaralega á klarinett.

Píanóleikarinn Simon Toldam hefur um árabil starfrækt eigið tríó, sem tam var valið djasshljómsveit ársins á dönsku tónlistarverðlaununum fyrir þremur árum síðan. Einnig hefur Simon átt í farsælu samstarfi við tónlistarfólk víða úr Evrópu í fjölbreyttum verkefnum. Nýkomin er út plata með einleiksverkum hans fyrir píanó - Fem små stykker med tid, sem er hljómfögur og íhugul músík sem vert er skoða.

Trompetleikarinn og tónsmiðurinn Jakob Buchanan hefur áður heimsótt Djasshátíð. Það var fyrir tveimur árum sem flutt var sálumessa hans fyrir kór og stórsveit í Hallgrímskirkju.

Buchanan er afkastamikill höfundur og framarlega í því blanda saman ólíkum heimum tónlistarinnar - sbr áðurnefnt Requiem.

þessu sinni kynnumst við trompetleikaranum í návígi tríósins.

Efnisskrá:

Nanna on the Three Mounds BY JAKOB BUCHANAN

Brookthorpe Bay BY JAKOB BUCHANAN

A Language of My Own Overlooking the Parkinglot BY JAKOB BUCHANAN

Viby J BY JAKOB BUCHANAN

The Dark Ness BY JAKOB BUCHANAN

I Am the Wind I can be Nothing Else BY JAKOB BUCHANAN

Nanna on the Three Mounds BY JAKOB BUCHANAN

Calls from the Past BY JAKOB BUCHANAN

To the End of You BY JAKOB BUCHANAN

Hljóðritun: Hrafnkell Sigurðsson

Hljóð í sal: Friðfinnur "Oculus" Sigurðsson

Frumflutt

18. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Djassland

Djassland

Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.

Þættir

,