Angantýr
Sóley Stefánsdóttir tónskáld fjallar um langalangömmu sína Elínu Thorarensen og bók hennar Angantý. Elín gaf Angantý út á eigin kostnað árið 1946. Bókin var skrifuð í minningu Jóhanns Jónssonar skálds sem hafði verið kostgangari hjá Elínu þegar hann var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík en þá var Elín nýlega fráskilin. Á milli þeirra tókust heitar ástir þó að Jóhann væri 15 árum yngri en hún. Sambandið var litið hornauga í samfélaginu og þurfti því að taka enda.