Á Búsúkíslóðum

Þar sem búsúkíslóðin endar

Í lok ferðalagsins eru hlustendur kynntir fyrir þeim tónlistarmönnum sem hafa ávaxtað þann menningararf sem rebetísarnir skyldu eftir sig. Hlustendur verða þá líklegast varir við það gamla tónlistin sem Vamvakaris spilaði fyrir okkur, inni á knæpu í undirheimum Aþenu á fyrri hluta síðustu aldar, lifir enn góðu lífi. Þarna koma við sögu Jorgos Dalaras, sem hóf ferilinn á Tavernum þar sem hann söng hefðbundið rebetika en hefur síðan farið víða um völl í tónlistinni þó enn syngi hann lögin hans Tsitsanis og Vamvakaris. Fyrrum kærasta hans Anna Vissi mun líka láta til sín taka en hún byrjaði á þjóðlegum nótum en syngur lög sem jafnvel þykja nýtískuleg í London eða New York. Þá munu hlustendur einnig kynnast Notis Svakjanakis en hann er býsna vinsæll þó hann geri út á tísku sem var nýjasta nýtt í búllunni sem hlustendur voru dregnir inn í á fyrri hluta síðustu aldar.

Frumflutt

27. mars 2012

Aðgengilegt til

10. ágúst 2025
Á Búsúkíslóðum

Á Búsúkíslóðum

Hlustendur eru teknir með í ferðalag um Grikkland, Tyrkland og síðan fram og aftur um aldir og áratugi. Slóðin er mörkuð með búsúkí eða hinum gríska gítar. Hlustendur eru dregnir inn á hinu ýmsu staði þar sem búsúkíð er plokkað og í leiðinni er saga rebetika tónlistarinnar rakin en hún er samtvinnuð dramatískri sögu sem ennþá svíður undan í grískri þjóðarsál.

Grikkland er í raun stórveldi þegar kemur tónlist. Hlustendur sannfærast örugglega um það á flakki þeirra milli héraða. Á því flakki verður stoppað hvarvetna sem hljóðfæraleikur heyrist. Í lok ferðar hlustendur svo heyra hvernig rebetika hefur mótað gríska tónlistarmenn sem eru gera það gott.

Umsjón: Jón Sigurður Eyjólfsson

Þættir

,