Á Búsúkíslóðum

Lítið land en tónlistarlegt stórveldi.

Í þessum þætti er farið með hlustendur grískra héraða á milli. Á hverjum áfangastað þeir dansa og dilla sér við tónlistina sem er einkennandi fyrir héraðið. Það er betra ef hlustendur eru í góðu formi því það er ekki fyrir neina lúða halda í við Kritverjana þegar þeir stíga sinn tryllta dans. Eins er gott fyrir þá vera ekki of siðvandir því það fer fyrir brjóstið á sumum hvernig ungmeyjarnar dilla sér við hina svokölluðu hundatónlist sem leikin er á næturklúbbunum í Aþenu. Sumt kann líka hljóma undarlega í eyrum hlustenda, sérstaklega í norðurhluta landsins þar sem þungur og undarlegur taktur ræður ríkjum. Ýmislegt annað ber fyrir eyru í Grikklandi, þessu litla landi sem í raun er stórveldi þegar hugsað er um alla þá fjölbreyttu tónlist sem iljar fólki þar um hjartarætur.

Frumflutt

20. mars 2012

Aðgengilegt til

3. ágúst 2025
Á Búsúkíslóðum

Á Búsúkíslóðum

Hlustendur eru teknir með í ferðalag um Grikkland, Tyrkland og síðan fram og aftur um aldir og áratugi. Slóðin er mörkuð með búsúkí eða hinum gríska gítar. Hlustendur eru dregnir inn á hinu ýmsu staði þar sem búsúkíð er plokkað og í leiðinni er saga rebetika tónlistarinnar rakin en hún er samtvinnuð dramatískri sögu sem ennþá svíður undan í grískri þjóðarsál.

Grikkland er í raun stórveldi þegar kemur tónlist. Hlustendur sannfærast örugglega um það á flakki þeirra milli héraða. Á því flakki verður stoppað hvarvetna sem hljóðfæraleikur heyrist. Í lok ferðar hlustendur svo heyra hvernig rebetika hefur mótað gríska tónlistarmenn sem eru gera það gott.

Umsjón: Jón Sigurður Eyjólfsson

Þættir

,