Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við byrjuðum fyrir vestan nánar tiltekið á Tjöruhúsinu þar sem að Haukur Sigurbjörn Magnússon vert sem hefur staðið í ströngu í dag við að matreiða skötu ofan í Vestfirðinga.
Það eru jól allan ársins hring í Jólagarðinum í Eyjafirði en hvernig skyldi stemningin vera þar nú þegar svo stutt er til jóla? Á línunni hjá okkur var Benedikt Grétarsson sem er aðal maðurinn í Jólagarðinum. Hvernig hófst þetta ævintýri allt saman og hlakkar Benedikt til jólanna ?
Óli Þór Árnason veðurfræðingur kom til okkar og fór yfir jólaveðrið sem verður hundleiðinlegt.
Sérstakur matreiðslumeistari þáttarins, Óskar Finnsson, mætti til okkar í síðasta sinn fyrir jólin en hann var enn í sósunum og nú er það hin klassíska brúna sósa sem hann hjálpar okkur með.
Sigurður Þorri Gunnarsson er staddur fyrir norðan á Akureyri og við settum okkur í samband við hann.
Tveir af meðlimum Árstíða þeir Gunnar Már Jakobsson og Daníel Auðunsson kíktu til okkar í smá spjall og spilerí. Árstíðir eru með sína árlegu tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík nú milli jóla og nýárs auk þess sem þeir verða í Akureyrarkirkju. Það er fátt ljúfara en að heyra í Árstíðum og því hlökkuðum við mikið til að fá þá í heimsókn.
Vikan hefur gefið út Völvuspá sína fyrir næsta ár og Steinunn Jónsdóttir blaðamaður kom til okkar og fór yfir það sem rættist hjá Völvunni árið 2025 og gaf okkur aðeins innsýn í spánna fyrir árið 2026.
