Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.
Lagalisti:
Ciobanu, Daniel - In the Forest (1919).
Laufey - Dreamer.
Thomas, B.J. - Everybody's out of town.
Parton, Dolly - Speakin' of the devil.
Brown, Ray, Ellis, Herb, Oscar Peterson Quartet, Poole, John, Peterson, Oscar, O'Day, Anita - Taking a chance on love.
Garvey, Rea, Hope, Daniel - Molly Malone (Transcr. for Vocals and Violin).
McLachlan, Sarah - Blackbird.
Birnir, Bríet - Andar-drátt.
Pires, Maria João - Impromptus D 899 [1827] : No.3 in G flat major. Andante.
Hines, Earl - I'm beginning to see the light.
Fleetwood Mac - Dreams.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, Elly Vilhjálms - Draumur fangans.
Traoré, Rokia - Kèlè mandi.
Beatles, The - Think for yourself.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður var á línunni frá Noregi eins og jafnan á þriðjudagsmorgnum. Það er hitabylgja í Noregi eins og víða annarstaðar og hitamet falla. Atli Steinn sagði líka frá viðtali sínu við Karlottu Ósk Óskarsdóttur ofurhlaupara, sem nýlega lauk meira en 500 kílómetra hlaupi á Gotlandi.
Alþingi lauk störfum í gær, talsvert seinna en áætlað hafði verið, og umdeild frumvarp um veiðigjöld var samþykkt. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Morgungluggans og fór yfir síðustu daga á þingi.
Tónlist:
Summer Moved On - A-Ha


Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Bakir Anwar Nassar kom til Íslands frá Írak 2008, þá tíu ára gamall. Hann settist að á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni, hefur verið þar síðan þá og vill hvergi annars staðar vera.

Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Páll Ásgeir Ásgeirsson ferðafrömuður ræddi náttúruperlur í nágrenni Reykjavíkur og gönguleiðir á Vesturlandi. Þá hitti Helga Arnardóttir á listamanninn Bergþór Morthens á Siglufirði þar sem hann dvelur jafnan hluta úr ári, en býr þess utan og starfar í Svíþjóð. Þau ræddu listina, innblástur, vinnuaga, liti og bruna sem varð á vinnustofu hans í Svíþjóð þar sem öll hans verk eyðilögðust.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist:
Mannakorn - Á meðan sumar framhjá fer.
The Beatles - I'll follow the sun.
Everybody's talkin' - Nilsson.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Litái á fertugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða samlanda síns með meiriháttar líkamsárás á Kiðjabergi í Grímsnesi í fyrra. Hann hlaut 2 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa slegið manninn utan undir.
Alþingi brást neytendum með því að láta hjá líða að samþykkja frumvarp um afnám búvörulaga segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Samkeppniseftirlitið sé varnarlaust komi til stórfelldrar sameiningar á kjötmarkaði.
Ríflega 200 Úkraínumenn hafa ílengst á Bifröst þar sem Háskólinn og ríkið buðu fram skammtímahúsnæði til móttöku flóttamanna. Sveitarstjórnarfulltrúi Borgarbyggðar segir þjónustu af skornum skammti.
Fulltrúar 30 landa hittast í dag í höfuðborg Kólumbíu til að þrýsta á að ákvarðanir alþjóðadómstóla verði virtar, meðal annars um ólöglega landtöku Ísraelshers á Vesturbakkanum.
3 ára barn komst eitt síns liðs út af leikskóla í Garðabæ í gær og fannst í verslun Bónus skammt frá. Móðir þess vill að stjórnendur leikskólans fari yfir öryggismál og leikskólastjórinn segir starfsfólk í áfalli.
Tæplega 750 milljónir ferðamanna heimsóttu Evrópu í fyrra. Víða er gripið til ráðstafana til að stýra fjölda þeirra á fjölförnum stöðum.
Dregið var í forkeppnum Evrópukeppnanna í handbolta í morgun. Fjögur íslensk lið voru í pottinum en tvö til viðbótar sitja hjá þar til í síðari umferðum.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu, segir frá gönguleiðinni niður að Heimsendaskerjum í Skaftá. Þangað fer hún til að sækja sér orku og hreinsa hugann.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir lærði ung básúnuleik, nánast fyrir slysni, og varð hennar yndi og iðja. Svo bar það við eitt sinn að hún var að rifja upp ljóð eftir ömmu sína, Jakobína Sigurðardóttur, og heyrði í ljóðlínunum lag. Flleiri ljóð gátu af sér fleiri lög og komnar eru út tvær plötur og ein nótnabók með þeim lögum.
Lagalisti:
Vorljóð á ýli - Vorljóð á ýli
Vorljóð á ýli - Næturljóð
Logn - Næturferð
Logn - Logn
Vorljóð á ýli - Haustfjúk
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram er haldið frá síðasta þætti að lesa úr æviminningum Hendriks Ottóssonar fréttamanns þar sem hann segir frá æskuminningum sínum í Reykjavík í byrjun 20. aldar. Hér segir af litríkum nágrönnum, kátum börnum og alls konar uppátækjum Hendriks sjálfs og félaga hans.

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Fréttir
Fréttir
Rússar hafa aukið hergagnaframleiðslu sína mikið síðastliðið ár og geta því sent tífalt fleiri dróna til Úkraínu en á sama tíma í fyrra. Síðasti mánuður var sá mannskæðasti í Úkraínu í þrjú ár .
Ísraelsher hefur drepið tugi Palestínumanna með árásum á Gazaborg í dag, og einnig gert mannskæðar árásir á Líbanon og Sýrland.
Ísland og Evrópusambandið undirrituðu í dag samkomulag um aukna samvinnu um sjálfbærar fiskveiðar og málefni hafsins. Atvinnuvegaráðherra ræddi einnig verndun og velferð hvala við fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB.
Ástralska stjórnin ber ekki ábyrgð á verndun eyja í Torres-sundi fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Þetta er niðurstaða áfrýjunarréttar. Leiðtogar þjóðflokka á eyjunum eru miður sín yfir úrskurðinum.
Umsjón: Róbert Jóhannsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Védís Kalmansdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Lögregla og tollgæsla á Íslandi tóku á dögunum þátt í umfangsmiklum, alþjóðlegum aðgerðum gegn mansali á vegum Interpol. Europol og Frontex. Í þessum aðgerðum fór lögregla inn í á þriðja tug húsa og heimila og kannaði aðstæður um það bil 250 manns. Af þeim telur lögregla sig vita að 36 séu þolendur mansals, þar af þrjátíu og fjögur þolendur mansals í kynferðislegum tilgangi - það er að segja neydd til vændis. Langflest voru frá Rúmeníu og mikill meirihluti þeirra konur. Einn maður - vændiskaupandi - var handtekinn og gert að greiða sekt.
Úti í hinum stóra heimi er mansal, ekki síst í kynferðislegum tilgangi, risastór iðnaður, þar sem fólk gengur bókstaflega kaupum og sölum. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, þekkir vel til í þessum málaflokki. Ævar Örn Jósepsson spurði hana, hverju aðgerðir eins og þessar skiluðu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson.

Eitt og annað úr safni Útvarps. Tónlist eða talað mál.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Jenny Lind (1820-1897) var 9 ára þegar sönghæfileikar hennar voru uppgötvaðir fyrir tilviljun. Hún varð heimsfræg og varð þekkt sem sænski næturgalinn. Hún kom fram á tónleikum og skemmtunum um allan heim þar sem raddfegurð hennar var dásömuð, því miður var þetta fyrir tíma upptökutækninnar en ýmislegt var þó skrifað sem gerir okkur kleift að segja sögu hennar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Bjarki Sveinbjörnsson rekur sögu Hljómsveitar Reykjavíkur í 12 þáttum frá árinu 1998
Bjarki Sveinbjörnsson rekur sögu Hljómsveitar Reykjavíkur í 12 þáttum frá árinu 1998
Á aðalfundi Hljómsveitar Reykjavíkur 8. júní 1928 var hljómsveitinni kosin ný stjórn og í framhaldi af því, komu tékkneska prófessorsins, Johannes Velden sem ráðinn var til að undirbúa hljómsveitina til að leika á Alþingishátíðinni. Áfram er fjallað um tónleikhald hljómsveitarinnar.

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Páll Ásgeir Ásgeirsson ferðafrömuður ræddi náttúruperlur í nágrenni Reykjavíkur og gönguleiðir á Vesturlandi. Þá hitti Helga Arnardóttir á listamanninn Bergþór Morthens á Siglufirði þar sem hann dvelur jafnan hluta úr ári, en býr þess utan og starfar í Svíþjóð. Þau ræddu listina, innblástur, vinnuaga, liti og bruna sem varð á vinnustofu hans í Svíþjóð þar sem öll hans verk eyðilögðust.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist:
Mannakorn - Á meðan sumar framhjá fer.
The Beatles - I'll follow the sun.
Everybody's talkin' - Nilsson.

Útvarpsfréttir.
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur stendur fyrir norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti nú í vikunni. Dagskráin hefst í dag með opnunarhátíð og leiðsögn um íslenska þjóðbúningasýningu. Dansmótið er hluti af samnorrrænu starfi og eru 50 ár í ár frá því að fyrsta samnorrræna mótið var haldið á Íslandi þó svo að þjóðdansafélagið sé talsvert eldra. Atli Freyr Hjaltason er einn af skipuleggjendum þjóðdansmótsins og hann segir okkur frá þessari skemmtilegu menningu í fyrri hluta þáttar.
Breska hljómsveitin Oasis boðaði endurkomu sína í ágústmánuði í fyrra, 2024 en hljómsveitin hætti fyrir um 16 árum síðan og ekki komið fram síðan þá - fram að því þegar þeir stigu á svið 4. júlí síðastliðinn í bresku borginni Cardiff. Hljómsveitin leikur á 14 tónleikum víðs vegar á Bretlandseyjum í sumar og léku listir sínar í sinni heimaborg Manchester núna síðustu helgi. Þar á meðal áhorfenda voru fjölmargir Íslendingar sem upplifðu endurkomu bræðranna Noel og Liam Gallagher á heimaslóðum og ein þeirtra er Guðrún Línberg Guðjónsdóttir - við heyrðum í henni á seinni klukkutíma þáttar.
Tónlistin í dag innihélt jú Oasis en bara svo miklu meira ...
Elíza Newman, Playharmakill - Stórstreymi.
NÝDÖNSK & SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR - Á sama tíma að ári.
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
BEYONCE - Hold Up.
Haim hljómsveit - Down to be wrong.
JÓNAS SIG - Dansiði.
Grace, Kenya - Strangers.
Friðrik Dór Jónsson, Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
MILKY CHANCE - Stolen Dance.
THE POLICE - De do do do, de da da da.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
OASIS - Stand By Me.
OASIS - Whatever.
Stranglers - Always the sun.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
STARSHIP - We Built This City.
Birnir, Aronkristinn - Bleikur Range Rover.
Gugusar - Reykjavíkurkvöld.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður var á línunni frá Noregi eins og jafnan á þriðjudagsmorgnum. Það er hitabylgja í Noregi eins og víða annarstaðar og hitamet falla. Atli Steinn sagði líka frá viðtali sínu við Karlottu Ósk Óskarsdóttur ofurhlaupara, sem nýlega lauk meira en 500 kílómetra hlaupi á Gotlandi.
Alþingi lauk störfum í gær, talsvert seinna en áætlað hafði verið, og umdeild frumvarp um veiðigjöld var samþykkt. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Morgungluggans og fór yfir síðustu daga á þingi.
Tónlist:
Summer Moved On - A-Ha


Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Litái á fertugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða samlanda síns með meiriháttar líkamsárás á Kiðjabergi í Grímsnesi í fyrra. Hann hlaut 2 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa slegið manninn utan undir.
Alþingi brást neytendum með því að láta hjá líða að samþykkja frumvarp um afnám búvörulaga segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Samkeppniseftirlitið sé varnarlaust komi til stórfelldrar sameiningar á kjötmarkaði.
Ríflega 200 Úkraínumenn hafa ílengst á Bifröst þar sem Háskólinn og ríkið buðu fram skammtímahúsnæði til móttöku flóttamanna. Sveitarstjórnarfulltrúi Borgarbyggðar segir þjónustu af skornum skammti.
Fulltrúar 30 landa hittast í dag í höfuðborg Kólumbíu til að þrýsta á að ákvarðanir alþjóðadómstóla verði virtar, meðal annars um ólöglega landtöku Ísraelshers á Vesturbakkanum.
3 ára barn komst eitt síns liðs út af leikskóla í Garðabæ í gær og fannst í verslun Bónus skammt frá. Móðir þess vill að stjórnendur leikskólans fari yfir öryggismál og leikskólastjórinn segir starfsfólk í áfalli.
Tæplega 750 milljónir ferðamanna heimsóttu Evrópu í fyrra. Víða er gripið til ráðstafana til að stýra fjölda þeirra á fjölförnum stöðum.
Dregið var í forkeppnum Evrópukeppnanna í handbolta í morgun. Fjögur íslensk lið voru í pottinum en tvö til viðbótar sitja hjá þar til í síðari umferðum.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Margrét Erla Maack sat við hljóðnemann í síðasta sinn fyrir sumarfrí. Eyþór Arnalds leit við, slagarabandið sendi póstkort og JóiPé&Króli&Ussel eiga plötu vikunnar.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
Bríet - Wreck Me.
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
Black Keys, The - No Rain, No Flowers.
GRÝLURNAR - Ekkert Mál.
PULP - Babies.
THE CURE - Close To Me (orginal).
Króli, USSEL, JóiPé - Fylgi í blindni.
MADONNA - La Isla Bonita.
Gugusar - Reykjavíkurkvöld.
KEANE - Everybody's Changing.
Laufey - Lover Girl.
MIKA - Grace Kelly.
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir - Dark Storm.
EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.
Suede - Trance State.
GDRN - Háspenna.
KIM LARSEN - Papirsklip.
PRINCE - When doves cry.
TODMOBILE - Stelpurokk.
TODMOBILE - Ég Heyri Raddir.
Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
PAUL SIMON - You Can Call Me Al.
USSEL, Króli, JóiPé - Ef þú vissir það.
WEEZER - Island In The Sun.
SCISSOR SISTERS - Filthy / Gorgeous.
Jón Jónsson Tónlistarm. - Tímavél.
Guðmundur Pálsson, Guðmundur Pálsson, Memfismafían - Innipúkinn.
Elvar - Miklu betri einn.
Ásdís - Pick Up.
Friðrik Dór Jónsson, Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
FM Belfast - Underwear.
HERBERT GUÐMUNDSSON - Can't walk away.
DAÐI FREYR - Whole Again.
GUS GUS - Ladyshave.
Slagarasveitin - Alla leið.
USSEL, Króli, JóiPé - Måske i morgen.
LORDE - Royals.
Birnir, GDRN - Sýna mér (ft. GDRN).
Of Monsters and Men - Television Love.
Herra Hnetusmjör - Upp til hópa.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
MARK RONSON feat. AMY WINEHOUSE - Valerie.
Fóstbræður, Fóstbræður - Þriðjudagskvöld.
Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Ertu á ferð um landið og með næmt auga fyrir kúm? Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food á Íslandi sagði okkur frá ljósmyndasamkeppni þar sem leitað er að skrautlegustu kúm landsins.
Ásdís Bjarnadóttir kartöflubóndi í Auðsholti skammt frá Flúðum sagði okkur frá kartöfluuppskerunni í ár.
Jóhann Hlíðar var í beinni frá Spáni og sagði okkur frá því að spánverjar fagna því um þessar mundir að 20 ár eru síðan samkynhneigðum varð heimilt að ganga í hjónaband og líka frá því að það er allt í háalofti í þorpi rétt hjá Cartagena, Torre Pacheco heitir það. Meira um það á eftir.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hratt nýlega af stað nýrri áætlun sem hvetur ríki til þess að hækka raunverð á tóbaki, áfengi og sykruðum drykkjum um að minnsta kosti 50% fyrir árið 2035 með innleiðingu neysluskatta. Stofnunin segir neyslu þessara vara ýta undir faraldur langvinnra sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein og sykursýki, og verðhækkun gæti komið í veg fyrir allt að 50 milljónir ótímabærra dauðsfalla næstu 50 árin. Halla Þorvaldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins kom til okkar að ræða þetta.
Við gerum upp vorþingið sem lauk í gær með tveimur nýliðum og fyrrverandi sveitastjórnarfólki. Þær Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Flokki fólksins, mættu til okkar í létt spjall.
Stelpur diffra eru sumarnámsbúðir í stærðfræði fyrir stelpur og stálp í framhaldsskóla. Markmið búðanna er að veita þessum hóp tíma og rými til að kynnast hvort öðru og kafa dýpra í þessa merku fræðigrein. Nanna Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra búðanna, sagði okkur meira af þessu.
Fréttir
Fréttir
Rússar hafa aukið hergagnaframleiðslu sína mikið síðastliðið ár og geta því sent tífalt fleiri dróna til Úkraínu en á sama tíma í fyrra. Síðasti mánuður var sá mannskæðasti í Úkraínu í þrjú ár .
Ísraelsher hefur drepið tugi Palestínumanna með árásum á Gazaborg í dag, og einnig gert mannskæðar árásir á Líbanon og Sýrland.
Ísland og Evrópusambandið undirrituðu í dag samkomulag um aukna samvinnu um sjálfbærar fiskveiðar og málefni hafsins. Atvinnuvegaráðherra ræddi einnig verndun og velferð hvala við fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB.
Ástralska stjórnin ber ekki ábyrgð á verndun eyja í Torres-sundi fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Þetta er niðurstaða áfrýjunarréttar. Leiðtogar þjóðflokka á eyjunum eru miður sín yfir úrskurðinum.
Umsjón: Róbert Jóhannsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Védís Kalmansdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Lögregla og tollgæsla á Íslandi tóku á dögunum þátt í umfangsmiklum, alþjóðlegum aðgerðum gegn mansali á vegum Interpol. Europol og Frontex. Í þessum aðgerðum fór lögregla inn í á þriðja tug húsa og heimila og kannaði aðstæður um það bil 250 manns. Af þeim telur lögregla sig vita að 36 séu þolendur mansals, þar af þrjátíu og fjögur þolendur mansals í kynferðislegum tilgangi - það er að segja neydd til vændis. Langflest voru frá Rúmeníu og mikill meirihluti þeirra konur. Einn maður - vændiskaupandi - var handtekinn og gert að greiða sekt.
Úti í hinum stóra heimi er mansal, ekki síst í kynferðislegum tilgangi, risastór iðnaður, þar sem fólk gengur bókstaflega kaupum og sölum. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, þekkir vel til í þessum málaflokki. Ævar Örn Jósepsson spurði hana, hverju aðgerðir eins og þessar skiluðu.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson.
Í Eldhúsverkunum leiðir Rósa Birgitta okkur um heim þar sem suðupottar mæta saxófónum og uppskriftir dansa við diskó. Tónlist og matur – bæði krydduð og ómótstæðileg.
Trúbrot - To be grateful
Toto - Georgy Porgy
Gwen Mccrae - 90% of me is you
Oliver Cheatham - Get down saturday night
Þú og Ég - Vegir liggja til allra átta
Michael McDonald - I keep forgettin´
Sade - Hang on to your love
Chemise - She can´t love you
Raw Silk - Do it to the music
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Bríet - Wreck Me.
Haim hljómsveit - All Over Me
Empire of the sun - Music On The Radio.
Saint Etienne - Glad.
Lorde - Shapeshifter.
Glass Beams - Black Sand.
Amadou et Mariam - Welcome to Mali.
Paramore - David Byrne Does Hard Times.
Burna Boy - Don't Let Me Drown.
Ágúst Elí Ásgeirsson - Megakjut.
YEAH YEAH YEAHS - Maps
Pulp - Got To Have Love.
Of Monsters and Men - Television Love.
Milky Chance - Passion.
La Roux - Bulletproof.
Wolf Alice hljómsveit - Bloom Baby Bloom.
Turnstile - SEEIN' STARS.
Kiasmos hljómsveit - Looped.
Barry Can't Swim - Childhood.
Princess Nokia - Drop Dead Gorgeous
Lizzo, Breakbot - Juice
USSEL, Króli, JóiPé - Ef þú vissir það.
Elvar - Miklu betri einn.
Birnir, GDRN - Sýna mér
Addison Rae - Fame is a Gun.
Disco Lines, Tinashé - No Broke Boys
Mac DeMarco - Home.
BEATLES - In My Life
Bon Iver - From.
Úlfur Úlfur Hljómsveit - Sumarið.
Young, Lola - One Thing.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
Djo - Basic Being Basic.
Portugal. The man - Silver Spoons.
Stereolab - French Disko.
Yazmin Lacey - Ain't I Good For You.
Joy Crookes - Perfect Crime.
Digable Planets - Where I'm from
Friðrik Dór , Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
THE STONE ROSES - I Am The Resurrection.
Balu Brigada - Backseat
Franz Ferdinand - Hooked.
Kneecap, Mozey - The Recap
Boards of Canada - Olson.
Ethel Cain - Nettles
Blood Harmony - Simple Pleasures
Kaleo - Bloodline
Mogwai - Ritchie Sacramento
Wunerhorse - The Rope
Black Keys - No Rain, No Flowers
Royel Otis - Car
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
í Rokklandi vikunnar rifjum við upp þátt nr. 466 í tilefni af 30 ára afmæli Rokklands - Iron Maiden kemur til Íslands árið 2005.