Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Við ætlum að fara til Parísar í kvöld á tónleika með Nick Cave og Bad Seeds og heyra upptöku frá Franska útvarpinu (France Inter) en tónleikarnir fóru fram í Accord Arena í París 17. Nóvember sl.
***Cave og Bad Seeds hafa verið að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni Wild God sem er 18. plata Cave með Bad Seeds og kom út 30 ágúst sl..
Platan hefur selst vel – fór í fyrsta sæti vinsældalista í Belgíu, Hollandi og Sviss til dæmis og dómarnir hafa verið flottir líka,
***platan er tilnefnd til Grammy verðlauna í Alternative flokki – Best alternative music album og Best alternative music performance.
Cave á megnið af músíkinni á plötunni eins og á öllum plötum Bad Seeds. Hann byrjaði að semja lög fyrir plötuna á nýársdag 2023, upptökur fóru fram í London. Warren Ellis var hans hægri hönd og svo upptökustjórinn Dave Fridman sem hefur unnið mikið með Flaming Lips t.d. -og Mercury Rev.
***Wild God er allt öðruvísi en Ghosteen sem var mikil sorgarplata, undir miklum áhrifum frá dauða sonar Arthurs Cave sem var bara 15 ára gamall þegar hann hann féll fram af háum kletti í Brighton og lést. Sú plata er seigfljótandi – draumkennd – og sorgleg - en Wild God er meiri gleði og meira stuð – og meira rokk.
***Nick Cave & Bad Seeds fóru um Evrópu núna í haust – spiluðu meira en 30 tónleika og enduðu í París í Accord Arena þar sem spilað var fyrir fullu húsi – eins og alls staðar í túrnum.
Í bandinu í dag eru með Nick Cave:
Warren Ellis- syntheseizer, fiðla, bakraddir ofl.
George Vjestica - gítarar
Martyn P. Casey - bassi
Thomas Wydler - trommur
Jim Sclavunos - slagverk, bakraddir ofl.