22:08
Mannlegi þátturinn
Bergþóra og Jóel föstudagsgestir og langlúra í matarspjallinu

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Föstudagsgestirnir okkar að þessu sinni voru hjónin Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og Jóel Pálsson tónlistarmaður. Þau reka íslenska hönnunarfyrirtækið Farmers Market sem fagnaði 20 ára afmæli í lok síðasta árs. Við kynntumst þeim betur í þættinum og fengum að heyra frá því hver aðdragandinn var að því að þau fóru saman í stofnun hönnunarfyrirtækisins, hvernig tónlistin var nauðsynleg rekstrinum fyrst um sinn. Við fengum líka að vita hvernig tónlistin kom inn í líf Jóels og svo hönnunin hjá Bergþóru og hvernig þetta blandaðist allt saman.

Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og í dag fletti Sigurlaug Margrét í gegnum gamla góða matreiðslubók sem heitir Eftir kenjum kokksins, bók með uppskriftum Rúnars Marvinssonar. Þar var auðvitað fiskur fyrirferðamikill en líka fleira góðgæti.

Tónlist í þættinum:

Tíu dropar / Moses Hightower (Moses Hightower, texti Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague)

Fjalladrottning móðir mín (Blessuð sértu sveitin mín) / Hljómsveit Jóels Pálssonar (Bjarni Þorsteinsson, ljóð Sigurður Jónsson)

Something About the Cat / Henry Mancini og hljómsveit (Henry Mancini)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,