Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, varaformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, ræðir við okkur í upphafi þáttar um brotnar greinar og fallin tré í kjölfar mikillar snjókomu í síðustu viku og veturinn framundan.
Kristín Svava Tómasdóttir rithöfundur kemur og segir okkur frá Fröken Dúllu og bók sinni um hana.
Forstjóri Haga nefndi í viðtali í gær að kauphegðun landsmanna virðist vera að breytast vegna þrálátrar verðbólgu og hárra vaxta, fólk fresti matarinnkaupum fram yfir mánaðarmót og vöruval hefur sömuleiðis breyst. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, ræðir þessi mál við okkur.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um fánatíma en þegar voru tvo frumvörp um notkun á fánanum í meðferð þingsins. Við ræðum við Ásu og Diljá Mist Einarsdóttur, um þau og fánamál almennt.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, verða gestir okkar í lok þáttar þegar við ræðum fjárhagsáætlum fyrir næsta ár.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.