Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 14. maí 2016: Í þættinum er fjallað um útivist og hreyfingu víða um landið enda sumarið tíminn þar sem möguleikar til slíks eru nær óþrjótandi á Íslandi. Við ræðum við Hjörleif Örn Jónsson, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, en hann tók upp á því að byrja skokka fyrir nokkru og breytti lífi sínu til hins betra, við ræðum við fjallagarpinn Viðar Kristinsson á Ísafirði sem segir okkur frá fjallaskíðum og deilir einnig með okkur magnaðri lífsreynslusögu en hann lenti í snjóflóði þegar hann var að iðka þessa íþrótt í fjöllunum ofan við Ísafjörð í janúar í fyrra. Við kynnum okkur kayakíþróttina á Norðfirði en þar lifir íþróttin góðu lífi og hefur gert í mörg ár og svo heyrum við í formanni Skotfélags Austurlands sem segir vinsældir skotfimi aldrei hafa verið meiri fyrir austan.
Viðmælendur: Bjarni Þór Haraldsson, formaður Skotfélags Austurlands, Ari Benediktsson, formaður Kayakklúbbsins Kaí, Viðar Kristinsson, útivistarmaður á Ísafirði og Hjörleifur Örn Jónsson, tónlistarmaður og skokkari á Akureyri.
Dagskrárgerð: Ágúst Ólafsson, Halla Ólafsdóttir og Jón Knútur Ásmundsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
3. þáttur af 5 frá 2005. Umsjón: Margrét Lóa Jónsdóttir. Gestur þáttarins: Jón Bergmann Kjartansson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Í kringum 1960 var rafmagn lagt til sveitabæja innst í Eyjafirði sem hluti af markvissri áætlun stjórnvalda um að rafvæða landið. Sölvadal var þó sleppt. Hann er einn af dölunum innst í firðinum og þar var búið á þremur bæjum. En hvaða afleiðingar átti sú ákvörðun eftir að hafa í för með sér? Fjallað er um byggðasögu Sölvadals og rætt við fólk sem þekkir af eigin raun hvernig er að búa á svæði sem tengdist aldrei rafveitukerfi landsins.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Í Sölvadal í Eyjafirði hefur lengst verið búið á Eyvindarstöðum, Draflastöðum og Þormóðsstöðum. Við kynnumst nánar sögu dalsins og fólksins sem þar bjó. Hvernig kom það til að heimavirkjanir voru reistar í stað þess að rafmagn frá samveitunni væri lagt í dalinn?
Viðmælendur: Ingibjörg Eiríksdóttir, Hrólfur Eiríksson og Njáll Kristjánsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tæknimaður: Úlfhildur Eysteinsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Að deila eða ekki deila, það er spurningin. Hversu miklu af lífi barna er í lagi að deila á samfélagsmiðlum? Hvað þurfum við að hafa í huga og hverjar eru hætturnar? Ólöf Ragnarsdóttir ætlar að segja okkur allt um fyrirbæri sem kallast sharenting og stjórnvöld á Spáni vilja setja lög um.
Afhverju er fæðingartíðni stöðugt að lækka í heiminum og hvaða efnahagslegu og pólitísku afleiðingar hefur það á komandi árum? Jarðarbúum er vissulega enn að fjölga en nýjasta spá Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að mannfjöldinn á jörðinni nái hámarki eftir rúma hálfa öld, árið 2084. Þá verði jarðarbúar samtals um tíu milljarðar og fimmti hver jarðarbúi verði þá eldri en sextíu og fimm ára. Björn Malmquist rýnir í framtíðina.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Eftir að Hulda Ragnhildur Hjálmarsdóttir lauk námi í arkítektúr langaði hana í meira frelsi og fann það í tónlist. Eftir að hafa lokið námi í tónsmíðum við nýmiðladeild Listaháskólans var hún skiptinemi við Sibelíusarakademíuna í Helsinki. Hulda gefur gefið út nokkuð af tónlist ein og í samstarfi við aðra, til að mynda í GARGANI og CATPURSE,
Lagalisti:
Óútgefið - Track 2
Óútgefið - Calm song bounce.2
Óútgefið - Soma Pipe Sounds
Óútgefið - Marginal Notes
Óútgefið - Clustering
SHE HAS CANDY - SHE HAS CANDY

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Saga menntunar kvenna er löng og áhugaverð. Hún hefur þó lítið verið kennd í skólum. Þessi þáttur fer yfir sögu menntunar kvenna og horfir sérstaklega á það hvaða hlutverki húsmæðraskólar gegndu í réttindabaráttunni fyrir menntun kvenna. Í þættinum er tekið viðtal við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, prófessor emerita í mannfræði og fyrrum þingmann Kvennalistans, Mörtu Maríu Arnarsdóttur, skólameistara Hússtjórnarskólans í Reykjavík og Ragnheiði Geirsdóttur, stjórnmálafræðing og fyrrum nemanda Húsó.
Umsjón: Signý Pála Pálsdóttir.

Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Þráinn Eggertsson, hagfræðiprófesor verður öðru sinni í spjalli við Pál Skúlason og Ævar Kjartansson í þættinum Heimur hugmyndanna. Í fyrri þættinum fræddi Þráinn hlustendur um tilurð nútímahagkerfis og samspil ríkis og markaðar. Núna glímir hann við spurningu Páls hvort menn hafi hugsanlega haft oftrú á markaðnum og eins hvert hlutverk hagfræðinnar sé og hvort hún geti komið til bjargar í hruninu.

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fortíðin og framtíðin í þætti dagsins í þremur íslenskum skáldsögum sem eru nýkomnar út. Allar gerast á Íslandi á ólíkum tímum við ólíkar aðstæður þegar heimurinn tekur róttækum breytingum, fast að heimsendi.
Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson segir frá fyrstu skáldsögunni sinni, Kómeta, en Aðalsteinn hefur áður gefið út tvö smásagnasöfn og birt ljóð í tímaritum. Kómeta er metnaðarfull bók og stór saga sem gerist í kringum siðaskiptin á 16. öld.
Tvær ungmennabækur verða á dagskrá sem báðar fjalla um breyttan heim annarsvegar eftir sólgos en hinsvegar eftir eldgos, það eru bækurnar Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Flóttinn á norðurhjarann eftir Nönnu Rögnvaldardóttur.
Viðmælendur: Arndís Þórarinsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir og Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Sigurður Flosason, Anna Gréta Sigurðardóttir - Some other time (with Sigurður Flosason).
Glasper, Robert - Prototype (feat. Norah Jones).
Maltese, Matt - My Funny Valentine.
Stórsveit Reykjavíkur - Húm.
Jarrett, Keith Trio, DeJohnette, Jack, Peacock, Gary, Jarrett, Keith - All of you.
Kvartett Larry Goldings - Cocoon.
Potter, Chris - Indigo Ildikó.
Hines, Earl - Mood indigo.
Billie Holiday & Teddy Wilson and his Orchestra- The mood that I'm in.

Fréttir
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um svonefndar radíum-stúlkur, ungar konur sem unnu við að mála sjálflýsandi úr með geislavirkri radíum-málningu í Bandaríkjunum á fyrstu áratugum síðustu aldar.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Billy Eckstine syngur lögin Love Is Just Around The Corner, I Gotta Right To Sing The Blues, Imagination, What A Little Moonlight Can Do, I Cover The Waterfront, (I Don't Stand) A Ghost Of A Chance og That's All. Tríó Red Garland leikur lögin I Wish I Knew, Going Home, The Second Time Around, On A Clear Day, It's Alright With Me og You'd Better Go Now. Lee Konitz og Warne Marsh flytja lögin Topsy, I Can't Get Started, There Will Never Be Another You, Donna Lee og Two Not One. Boulou Ferré og hljómsveit leika Ice Cream Konitz, Lennie-Bird, Avant de Mourir og La ballade de Sacco et Vanzetti.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Árið 1941 geisaði heimsstyrjöld en Íslendingar fóru í stafsetningarstyrjöld, eina af mörgum. Fyrsti dómurinn sem kveðinn var upp um að íslensk lög gengju gegn stjórnarskrá voru í máli sem snerist um stafsetningu. Í þættinum er Hrafnkötlumálið rifjað upp, þegar Íslendingar voru í stafsetningarstríði á síðum blaðanna, á Alþingi og fyrir dómstólum, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009
Lesið úr Íslendingabók Gunnars Hall (sem út kom árið 1958 ) um Odd V. Gíslason sem var allt í senn prestur, rithöfundur og sjómaður og var auk þess frumkvöðull að bættum öryggis- og slysavarnamálum hér á landi. Í framhaldi af því er sagt frá frækilegri björgun á mörgum sjómönnum úr Grindavík bæði árið 1911 og 1916 en Oddur var lengi prestur þar. Lesari með umsjónarmanni er Bryndís Þórhallsdóttir.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan dregur fram segulbandsspólur úr safni útvarpsins frá 1974 til 1978 þar sem Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar flytur allskonar tónlist.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Útvarpsfréttir.

Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Sigurður Þorri Gunnarsson.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Í þessum þætti Lagalistans hefst ferðalag í gegnum tónlistina sem hefur mótað Inga Garðar Erlendsson, stjórnanda Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar og Reykvíking ársins 2025.
Við heyrum lögin sem hafa fylgt honum í gegnum lífið, fáum innsýn í sögurnar á bak við þau og hvernig tónlistin hefur haft áhrif á persónu hans.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
