
Miðnæturfréttir.

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Áform Háskóla Íslands um að fjölga nemum í heilbrigðisgreinum eru í uppnámi - og þar með sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar. Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Sædís Sævarsdóttir forseti læknadeildar, komu á Morgunvaktina og ræddu þetta.
Forsetakosningar verða haldnar í Úganda á morgun, fimmtudag. Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur frá kosningunum og ýmsu í tengslum við þær. Lokað hefur verið fyrir internetið og ýmislegt gert til að hindra stjórnarandstæðinga.
Svo fórum við þúsund ár aftur í tímann og forvitnuðumst um lífið og tilveruna í Rangárþingi til forna. Út frá loftmyndum hefur Árni Einarsson líffræðingur og fornvistfræðingur gert sér býsna glögga grein fyrir staðháttum, búskap, kornrækt og áveitukerfum á Njáluslóð.
Tónlist:
Maria João Pires - Impromptus D 935 [1827] : No.3 in B flat major. Thema. Andante - Variations I-V.
Tord Gustavsen Trio - Piano interlude - Meditation.
Ragnheiður Gröndal og hljómsveit Sigmars Þórs Matthíassonar - Nú sefur jörðin.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.


Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni.
Uppástand. Þema: Inngilding. Sara Rós Kristinsdóttir, eigandi Lífsstefnu og þáttastjórnandi hlaðvarpsins 4. vaktin ásamt Lóu Ólafsdóttur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Seinni hálfleikur er að hefjast á þingi. Nefndir þingsins komu saman núna á mánudaginn og klukkan þrjú í dag er fyrsti þingfundur á nýju ári. Við ræðum stóru málin og stöðuna.
Viðmælendur:
Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is


Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Pétur Grétarsson ræðir við saxófón- og klarinettuleikarann Sölva Kolbeinsson um nýja plötu hans með Hilmari Jenssyni og Magnúsi Trygvasyni Elíassen. Einnig er rætt um glímuna við tónlistina, götin í hlustuninni og margt fleira.


Í þættinum er leikin tónlist sem Vilhjálmur Vilhjálmsson, Anna Vilhjálms og Þuríður Sigurðardóttir sungu ásamt Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar í útvarpsþáttum 1966 og 1967. Sum þessara laga komu út á hljómplötunni Fundnar hljóðritanir.
Endurflutt er viðtal sem Heimir Hannesson tók við Margréti frá Öxnafelli, sem var miðill og milligöngukona Friðriks huldulæknis við mennska sjúklinga hans. Viðtalið var hljóðritað í ársbyrjun 1960.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.


Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Nokkur vel valin lög

frá Veðurstofu Íslands

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá tónleikum kammerkórsins Cappella Amsterdam og píanóleikarans Juliens Libeers sem fram fóru í De Bijloke tónlistarmiðstöðinni í Ghent í Belgíu 30. nóvember sl.
Tónleikarnir báru yfirskriftina Speglun/ Miroirs og á efnisskrá voru verk eftir Maurice Ravel, Gabriel Faure, Francis Poulenc, George Gershwin og Ēriks Ešenvalds.
Stjórnandi: Daniel Reuss.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Hrafn Gunnlaugsson las píslarsögu séra Jóns Magnússonar (1610-1696) í stuttum lestrum í Víðsjá rásar 1 árið 2000 undir liðnum Lesið fyrir þjóðina.


frá Veðurstofu Íslands

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Miðnæturfréttir.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Veðrið á Íslandi er örugglega ekki ofarlega á lista yfir það sem dregur ferðamenn til landsins en það gæti verið að breytast. Í nýrri viðhorfskönnun sem hátt í 400 ferðaþjónustuaðilar tóku þátt í kemur fram að kaldara loftslag sé á meðal helstu tækifæra ferðaþjónustunnar í náinni framtíð en slík ferðamennska kallast: „coolcation“. Skýrslan var kynnt í ferðaþjónustuvikunni 2026 sem stendur nú yfir og kortleggur strauma og tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi. Við fengum til okkar Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar og Sævar Kristinsson sem er verkefnastjóri og framtíðar fræðingur hjá KPMG.
Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri til margra ára og fyrrverandi alþingismaður, hvetur frambjóðendur til að sleppa frösunum í væntanlegri kosningabaráttu og hugsa út fyrir kassann í leikskólamálum. Hún biðlar til frambjóðenda að sýna hugrekki og kalla atvinnulífið til samtals, samstarfs og samábyrgðar. Nichole mætti til okkar í Morgunútvarpið og ræddi leikskólamálin, sem verða eflaust sjóðandi heitt kosningamál.
Þriðja þáttaröðin af Viltu finna milljón fer í loftið í næstu viku en í þáttunum keppir fólk í að taka fjármál fjölskyldunnar í gegn. Stjórnendur þáttarins, þau Hrefna Björk Sverrisdóttir og Arnar Þór Ólafsson, hafa séð fólki náð mögnuðum árangri þegar kemur að því að taka til í fjármálunum og komu til okkar með bestu sögurnar.
Ingu Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, var tíðrætt um læsi barna í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi. Inga sagðist vilja fara nýjar leiðir í lestrarkennslu barna, nefndi verkefni Kveikjum neistann og að finnska leiðin verði farin. Inga segir að menntakerfið hafi brugðist börnum landsins og að byrjendalæsisstefna, sem tekin var upp á sínum tíma, sé orsök þess að fimmtíu prósent drengja útskrifist með lélegan lesskilning. Við ræddum byrjendalæsisstefnu, hljóðaaðferð og lesskilning við Rannveigu Oddsdóttur dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri en hún hefur rannsakað þróun lestrarfærni barna í 1. og 2. bekk í byrjendalæsisskólum.

07:30

08:30

Létt spjall og lögin við vinnuna.


Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.



Útvarpsfréttir.

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.


Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Daníel Jón Baróns Jónsson.


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.