Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 7. maí 2016: Lýðræði og lýðræðisumræða hefur verið fyrirferðarmikil á Íslandi á síðustu árum og tengist það eflaust miklum umbrotum í íslensku þjóðlífi frá hruni og vexti samfélagsmiðla þar sem nánast hver einasti Íslendingur getur komið skoðunum sínum á framfæri. Við ætlum að skoða lýðræði og sér í lagi lýðræðisumræðuna í hinum smærri byggðum landsins og velta því fyrir okkur m.a. hvar hún fer fram. Í þættinum verður líka sagt frá íbúalýðræði, svæðisfréttamiðlum og íbúasamtökum Reyðarfjarðar.
Viðmælendur: Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur. Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í íbúasamtökum Reyðarfjarðar. Ragnar Sigurðsson, varabæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Dagskrárgerð: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Jón Knútur Ásmundsson.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Album Album kom út 1984 og var að langmestu leyti tekin upp það sama ár af hljómsveitinni Special Edition, sem þúsundþjalasmiður djasstónlistarinnar - Jack DeJohnette rak um árabil sem vettvang eigin tónlistar. Þegar þessi plata kom út var hann nýbyrjaður í tríói með píanoleikaranum Keith Jarrett og bassaleikaranum Gary Peacock, sem átti eftir að breyta hugmyndum áheyrenda um hvernig nálgast mætti ameríska sönglagið á ferskan og nærfærinn hátt. Þar var það trommuleikur Jacks DeJohnettes sem hélt áfram að heilla bæði meðspilara hans og ekki síður vopnabræður hans um allan heim.
Þessi magnaði tónlistarmaður byrjaði sína aðkomu að tónlist með því að læra á píano heima í Chicago þar sem hann var fæddur árið 1942. Það var ekki fyrr en á unglingsárunum sem hann byrjaði að tromma og eins og samtímamenn hans í þessum suðupotti tónlistarinnar upp úr miðri síðustu öld spilaði hann allskonar tónlist - ryþmablús og harðbopp jafnt og framsækna djassmúsík sem átti sér ríkan hljómgrunn í Chicago. Samtímamenn Jack DeJohnette voru tam Roscoe Mitchell, Muhal Richard Abrams og fleiri brautryðjendur nýrrar amerískrar tónlistar í nafni AACM hreyfingarinnar.
Síðar lá leiðin til NY og það leið ekki á löngu áður en Jack DeJohnetta var farinn að spila í hljómsveit Miles Davis og var meðlimur hennar þegar breyta átti djasstónlistinni með plötunni Bitches Brew og fleirum sem komu í kjölfarið.
Hann var farinn að gera sínar eigin sólóplötur í lok sjöunda áratugarins. Sú fyrsta - The Jack DeJohnette Complex kom út 1968 og þar lék hann ma heilmikið á melódíku og fékk Roy Haynes til að deila með sér trommuleiknum. Snemma gekk hann til liðs við ECM útgáfuna og gerði mjög áhugaverðar plötur á áttunda áratgunum, bæði með ólíkum hljómsveitum og ekki síður einn og sjálfur þar sem hann raðaði saman hljóðmyndum eigin trommuleiks og annarra hljóða í myndir sem opnuðu eyru margra fyrir möguleikum í þróun tónlistarinnar.
Meðlimir sveitarinnar eru auk trommarans og píanistans Jacks DeJohnettes, bassaleikarinn Rufus Reid, Túbu og baritónsaxófónleikarinn Howard Johnson og saxófónleikararnir John Purcell og David Murray.
Fyrri hlið:
Ahmad the terrible
Monks Mood
Festival
Seinni hlið:
New Orleans strut
Third world Anthem
Zoot suite
Sólóplöturnar urðu á endanum uþb fjörutíu og plöturnar sem liggja eftir trommumeistarann Jack DeJohnette skipta hundruðum. Margar meðal þeirra merkustu í djasssögunni. Síðast sólaplata Jack DeJohnette kom út árið 2017, en hann lést 26.október 2025.
Það er áhugavert að fletta upp á alnetinu diskógrafíu þessa mikla listamanns. Það er fáir sem geta státað af því að vera eins samofnir tónlistarsögu seinni hluta 20. aldar eins og hann.
Við heyrum í lokin eitt af lögunum sem Keith Jarret tríóið með Gary Peacock og Jack DeJohnette voru að spila mikið á sama tíma og ALbum Album kom út. All the things you are eftir Jerome Kern var meðal laganna á fyrstu standardaplötu þeirra árið 1983.
All the things you are - Standards vol 1

Útvarpsfréttir.
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
Margrét Lóa Jónsdóttir ræðir við fólk um draumastaði í þáttum frá árinu 2005
2. þáttur af 5 frá 2005. Umsjón: Margrét Lóa Jónsdóttir. Gestur þáttarins: Erna Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt.

Útvarpsfréttir.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Kvennafrídagurinn 1975 var ein stærsta femíníska aðgerð sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Nú þegar 50 ár eru liðin frá því hann var haldinn ræðir Sóley Tómasdóttir við femíníska aktívista um það sem gerst hefur síðan þá. Sagt er frá aðferðum, áskorunum, sigrum og samfélagslegum áhrifum femínísks aktívisma á Íslandi undanfarna áratugi.
Ljósmyndir: Snorri Zóphóníasson/Kvennasögusafn
Í þættinum ræða Sema Erla Serdaroglu og Ugla Stefanía Kristjónsdóttir Jónsdóttir um leiðir til að lifa af og halda áfram að stunda aktívisma í miðju bakslagi gegn jafnrétti og mannréttindum.

Útvarpsfréttir.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við rýnum í stríðsátökin í Súdan og hrottalegar aftökur sem þeim tengjast í Heimskviðum í dag. Það er stundum kallað gleymda stríðið því fjölmiðlar fjalla mun minna um það en önnur sem hafa geisað síðustu ár og áratugi. Það er þrátt fyrir að þar hafa á annað hundrað þúsund verið drepin, tugmilljónir þurft að reiða sig á neyðaraðstoð og eina mestu hungursneyð síðustu áratuga. Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur til skoðunar hvort hrottalegar fjöldaaftökur RSF-sveitanna í borginni el-Fasher séu stríðsglæpir eða glæpir gegn mannkyni. Talið er að liðsmenn þeirra hafi drepið hátt í tvö þúsund manns í borginni síðustu vikur. Oddur Þórðarson ætlar að skoða síðustu vendingar, meðal annars vopnahléssamkomulag sem bandaríkjastjórn kynnti í vikunni.
Svo ætlum við að kveðja Downton Abbey. Nú geta kvikmyndagestir séð svanasöng Downton Abbey í kvikmyndahúsum. Þriðju og síðustu myndina sem kemur í kjölfar feykivinsælla sjónvarpsþáttaraða um Crowley fjölskylduna og aðra íbúa á öllum hæðum Downton Abbey. Þættirnir hafa unnið alþjóðleg verðlaun um allan heim, slegið áhorfsmet og persónurnar eiga sér margar fastan sess í hjörtum aðdáenda. Um þetta eru allir viðmælendur Birtu Björnsdóttur sammála, en hún skoðaði þættina vinsælu, tilurð þeirra og arfleið.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarkonan Salka Valsdóttir var í hópi ungra kvenna sem ákváðu að taka sitt pláss í hiphophreyfingu upphafs annars áratugar aldarinnar, fyrst í tvíeykinu Cyber en síðan líka sem ein Reykjavíkurdætra. Með tímanum lá leið hennar í hljóðstjórn og -hönnun og tónsmíðar og fyrsta sólóskífa hennar, Premiere, kom út fyrir tveimur árum. Sú átti upphaflega að vera raftónlistarplata, en orðin eru aldrei langt undan hjá Sölku. Nú síðast kom svo út plata með tónlistinni við uppsetningu Borgarleihússins á leikritinu um Hamlet Danaprins.
Lagalisti:
CRAP - BARNAEFNI
Premiere - The Flower Phallus
Premiere - Tea
Premiere - Yet Again
Vigdís - Nostalgía
HAMLET - HAMLET

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Af hverju stilla sumir útvarpið á 18, en ekki 17? Í þessum þætti förum við í saumana á sérkennilegri sérvisku - andúð á oddatölum.
Umsjón: Mist Þormóðsdóttir Grönvold.

Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Hagkerfið í Heimi hugmyndanna. Þráinn Eggertsson verður gestur Páls Skúlasonar og Ævars Kjartanssonar.

Útvarpsfréttir.

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Þessi þáttur fer um víðan völl, við tökum aðeins saman útvarpsefni um þann tíma fyrir 70 árum þegar Halldór Kiljan Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955.
Það verða líka bollaleggingar um bókaklúbba fræga fólksins. Dua Lipa, Reese Witherspoon, Sarah Jessica Parker Emma Watson og auðvitað drottningin Oprah Winfrey. Það virðist enginn frægur meðal frægra nema vera með bókaklúbb. Hvaða menningarlegu aðstæður skapar það - hvers vegna vill frægt fólk tengjast aðdáendum í gegnum bækur?
Loks er það ný skáldsaga eftir Dag Hjartarson, Frumbyrjur. Það er saga úr íslenskum kjarna, afdalurinn, kýrin að bera, konan ólétt og alveg að koma jól. Undir niðri er nístandi fortíð, draumar og tilvistarlegar vangaveltur um lífið á þessari eyju.
Viðmælendur: Dagur Hjartarson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
NdegéOcello, Meshell, Guiliana, Mark, Johnson, Josh, Younger, Brandee - Virgo 3 (feat. Oliver Lake (Arr.), Mark Guiliana, Brandee Younger, Josh Johnson).
Nico Moreaux - What if Your Eyes Would Only Cry Laughing?.
Björg Blöndal's C4THERINE - Álfahóll.
Silva and Steini - I ought to stay away from you.
Okegwo, Ugonna, Parker, Leon, Terrasson, Jacky - Time after time.
DeJohnette, Jack, Peacock, Gary, Jarrett, Keith - It never entered my mind.
Ásgeir Jón Ásgeirsson Tónlistarm. - Night skies of Pondicherry.
McLemore, Scott, Hilmar Jensson - All the time.
Nash, Lewis, Roland, Ariel J., Chestnut, Cyrus, Carter, Betty - In the still of the night.
Alice Babs og Nils Lindberg's Orchestra - Lady in blue.

Fréttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
John Coltrane flytur lög af plötunni Soultrane. Lögin heita Theme For Ernie, You Say You Care, I Want To Talk, Russian Lullaby og Good Bait. Tríó Horace Parlan leikur lögin Don't Take Your Love From Me, Nobody Knows You When You're Down And Out, Blues For H.P., Everytime We Say Goodbye, For Heavens Sake og Love And Peace. Fredrik Norén og hljómsveit leika lögin Helenas Song, Ice Man, Daisy Town og The Phrase.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan dregur fram segulbandsspólur með Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar frá 1965 til 1971, en þetta er húshljómsveit Litlu flugunnar að þessu sinni.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Sigurður Þorri Gunnarsson.

Fréttastofa RÚV.

Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Hán með marga hatta, lögfræðingur, aktívisti, annar meðlimur plötusnúðs tvíeykisins Glókollur ásamt mörgu öðru. Hán mætir með lög í farteskinu sem við notum til að fleyta kellingar meðan við förum lauslega yfir lífsferilinn.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
