Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sighvatur Karlsson flytur.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:magnusre@ruv.is">magnusre@ruv.is</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þættinum er ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar er rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti er rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu.
Gestur þáttarins er Hildur Helga Sigurðardóttir sem segir frá dvöl sinni í London á sínum tíma.
Umsjón: Magnús R. Einarsson.
Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin.
Um jólaleytið er rétti tíminn til að segja jólasögur og leika tónlist sem tengist nokkrum tilteknum sögum. Lesin eru brot úr sögunum „Jóladraumur“ eftir Charles Dickens, „Áramót á prestssetrinu á Hnotubæ“ eftir Henrik Scharling, „Þytur í laufi“ eftir Kenneth Grahame og „Grenitréð“ eftir Tove Janson.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Umsjónarmenn fá gesti í hljóðver sem ræða um sjálfsmynd frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson.
Hver erum við?
Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson ræða við Bryndísi Björgvinsdóttur um sjálfsmynd einstaklinga og hópa.
Áður á dagskrá 26. febrúar 2017.
Veðurstofa Íslands.
Sveitungar á 16. öld reyna að halda heilög jól en myrku öflin herja á þau og sýna engum miskunn.
Spunaspilahópurinn Föruneyti teningsins spinnur saman jólahrollvekju með hjálp sex hliða tenings.
Umsjón: Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson.
Leikendur:
Eva Halldóra Guðmundsdóttir.
Grétar Mar Sigurðsson.
Ingunn Lára Kristjánsdóttir.
Sindri Kamban.
Tæknimaður: Vigfús Karl Steinsson.
Útvarpsfréttir.
Landris mælist enn í kringum Grindavík og allir eru á tánum vegna ástandsins segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Allir verða skráðir inn og út úr bænum.
Mannskæð átök eru víða um heim á þessum síðasta degi ársins. Rússar hófu loftárásir á Úkraínu í morgun og ekki sér fyrir endann á átökunum á Gaza. Palestínumaður óskar sér friðsamra áramóta.
Óþolið innan ríkisstjórnarinnar hefur magnast ansi hratt upp og það virðist um það bil að sjóða upp úr í samstarfinu, segir prófessor í stjórnmálafræði. Hann telur líklegra en áður að stjórnin sitji ekki kjörtímabilið á enda.
Umboðsmaður
Gul viðvörun verður í gildi á gamlsárskvöld á Suðausturlandi sem hefur áhrif á brennuhald. Það hlánar í kjölfarið og von á að flughált verði á vegum á morgun.
Stærsti dagur flugeldasölu björgunarsveitanna er í dag en talsmaður Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel í aðdraganda áramóta.
Árið 2024 er þegar gengið í garð víða í Eyjaálfu með tilheyrandi fögnuði.
Björgvin Halldórsson segir frá blómaskeiði skemmtanahalds á Broadway, Hótel Íslandi og Hollywood. Samstarfinu við Ólaf Laufdal og kynnum sínum af stórstjörnum á borð við Fats Domino, Rod Stewart, The Shadows, Jerry Lee Lewis og fleiri.
Umsjón: Guðmundur Pálsson.
Hernámsárin stóðu yfir á árunum 1940-1945 og voru einn örlagaríkasti tími þjóðarinnar. Í þessari þáttaröð verður saga tímabilsins sögð af sjónarhóli þeirra sem þá voru á æskuárum. Hvernig upplifði unga fólkið hernámið, hver voru samskiptin við herinn og hvaða áhrif hafði hernámið á æskulýðinn? Leifur Reynisson dregur fram munnlegar frásagnir víða um land og fléttar saman við samtímaupptökur og tónlist tímabilsins.
Í fjórða þætti beinist athyglin að velmegun hernámsáranna og þeirri byltingu sem varð í neyslumenningu landsmanna. Í stað atvinnuleysis kreppuáranna var næga vinnu að fá og höfðu Íslendingar aldrei séð annað eins peningaflóð. Með hernum fylgdu margvíslegar neysluvörur og dægurmenning. Æskan kynntist fjölmenningarsamfélagi í ríkari mæli en áður hafði þekkst. Sjóndeildarhringur unga fólksins stækkaði til muna vegna umsvifa hersins en einnig vegna þess áhuga sem margt æskufólk hafði fyrir stríðsfréttum sem bárust víða að.
Viðmælendur eru: Adolf Bjarnason, Björn Sigurbjörnsson
Bryndís Víglundsdóttir, Frantz Pétursson, Hafsteinn Flórentsson, Ingibjörg Árelíusardóttir, Ingvi Rafn Jóhannsson, Jón Sigvaldason, Kristín Þorleifsdóttir, Magnús Erlendsson, Sigurður Jóhannesson, Sigurjón Björnsson, Sigurjón Vilhjálmsso og Vigdís Jack.
Umsjón og dagskrárgerð: Leifur Reynisson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir
Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri.
Upprifjun helstu atburða og frétta ársins sem er að líða í umsjón Guðrúnar Hálfdánardóttur, Hauks Holm og Júlíu Margrétar Einarsdóttur.
Jón Gunnar Ólafsson, Magnús Tumi Guðmundsson og Valgerður Anna Jóhannsdótti fara yfir stærstu fréttir ársins á innlendum vettvangi og Einar Sveinbjörnsson, Rósa Magnúsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir það sem bar hæst í erlendum fréttum.
Gagga Jónsdóttir, Magnús Jochum Pálsson og Silja Aðalsteinsdóttir ræða síðan helstu viðburði í menningarlífi ársins 2023.
Guðsþjónusta.
Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson þjóna fyrir altari.
Séra Eiríkur Jóhannsson predikar.
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kórstjóri: Steinar Logi Helgason.
Kór Hallgrímskirkju syngur.
Fyrir predikun:
Forspil: Das alte Jahr verganen ist BWV 614 eftir Johann Sebastian Bach.
Sálmur 581: Með Jesú byrja ég. Lag: Martin Rinckhart. Texti: J.K. Ziegler. Íslenskur text: Valdimar Briem.
Nýársljóð. Lag: Felix Mendelssohn. Texti: Kristján Valur Ingólfsson.
Sálmur 67a: Fögur er foldi. Þjóðlag frá Slesíu. Texti: B.S. Ingemann. Íslenskur texti: Matthías Jochumson.
Eftir predikun:
Magnificat eftir Herbert Howells.
Sálmur 71: Nú árið er liðið. Lag: Andreas P. Berggren. Texti: Valdimar Briem.
Eftirspil: Tokkata og fúga í d-moll BWV 565 eftir Johann Sebastian Bach.
Leifur Hauksson fjallar um tímann á breiðum grunni og fær til sín fræðimenn og fleira fólk til að ræða um tímann og ótímann.
Leifur Hauksson veltir fyrir sér áramótum og ræðir við Árna Björnsson þjóðháttafræðing um tímatalið og Ragnar Baldursson um tímatal, siði og menningu Kínverja og tímaskyn þeirra.
(Áður á dagskrá 2002)
Veðurstofa Íslands.
Vínarvalsar og óperettutónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og söngvaranna Dísellu Lárusdóttur og Jóhanns Kristinssonar; Ross Jamie Collins stjórnar.
Vínarvalsar og óperettutónlist í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og söngvaranna Dísellu Lárusdóttur og Jóhanns Kristinssonar; Ross Jamie Collins stjórnar.
Kynnir: Bergljót Haraldsdóttir.
Karlaraddir Óperukórsins og Karlakórinn Fóstbræður syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands; Garðar Cortes stjórnar.
Lagahöfundur: Páll Ísólfsson. Textahöfundur: Davíð Stefánsson.
Karlaraddir Óperukórsins og Karlakórinn Fóstbræður
syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands; Garðar Cortes
stjórnar.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Minnst var nokkurra tónlistarmanna sem féllu frá á árinu auk þess sem eitt og annað forvitnilegt og fallegt var leikið.
Útvarpsfréttir.
Landris mælist enn í kringum Grindavík og allir eru á tánum vegna ástandsins segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Allir verða skráðir inn og út úr bænum.
Mannskæð átök eru víða um heim á þessum síðasta degi ársins. Rússar hófu loftárásir á Úkraínu í morgun og ekki sér fyrir endann á átökunum á Gaza. Palestínumaður óskar sér friðsamra áramóta.
Óþolið innan ríkisstjórnarinnar hefur magnast ansi hratt upp og það virðist um það bil að sjóða upp úr í samstarfinu, segir prófessor í stjórnmálafræði. Hann telur líklegra en áður að stjórnin sitji ekki kjörtímabilið á enda.
Umboðsmaður
Gul viðvörun verður í gildi á gamlsárskvöld á Suðausturlandi sem hefur áhrif á brennuhald. Það hlánar í kjölfarið og von á að flughált verði á vegum á morgun.
Stærsti dagur flugeldasölu björgunarsveitanna er í dag en talsmaður Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel í aðdraganda áramóta.
Árið 2024 er þegar gengið í garð víða í Eyjaálfu með tilheyrandi fögnuði.
Steiney og Jóhann Alfreð taka á móti skemmtilegu fólki í Stúdíó 12 og kveðja árið með sínu nefi. Þau rifja upp eftirminnileg og skemmtileg augnablik af árinu sem við vorum kannski búin að gleyma og koma fólki í áramótagírinn fyrir kvöldið.
Jóhann Alfreð og Steiney líta aðeins yfir 2023. Sveppi og Júlíana, tvö af handritshöfundum Skaupsins, mæta og segja frá ferlinu. Una Torfa og Vigdís Hafliða fara yfir árið á persónulegri nótunum.
JóiPé & Króli - Næsta ft. GDRN.
Bay, James - Goodbye Never Felt So Bad.
Rolling Stones, The - Angry.
Flott - Sátt.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
Unnsteinn Manuel Stefánsson, Flott - Ef þú hugsar eins og ég.