Hernámsæskan
Hernámsárin stóðu yfir á árunum 1940-1945 og voru einn örlagaríkasti tími þjóðarinnar. Í þessari þáttaröð verður saga tímabilsins sögð af sjónarhóli þeirra sem þá voru á æskuárum. Hvernig upplifði unga fólkið hernámið, hver voru samskiptin við herinn og hvaða áhrif hafði hernámið á æskulýðinn? Leifur Reynisson dregur fram munnlegar frásagnir víða um land og fléttar saman við samtímaupptökur og tónlist tímabilsins.