Where is Jón? (Með íslenskum texta)

4. þáttur: Skerpum fókusinn

Meðfram því sem fyrstu vikurnar eftir hvarf Jóns Þrastar urðu mánuðum, glímdi fjölskyldan áfram við spurninguna um hvað gæti hafa gerst. Aðeins fjórir möguleikar gátu skýrt hvarfið: sjálfsvíg, slys, flótti frá fyrra lífi eða, einhver annar hafi látið hann hverfa.

Við lítum nánar á þessa möguleika og ýmislegt kemur í ljós...

Frumsýnt

10. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Where is Jón? (Með íslenskum texta)

Where is Jón? (Með íslenskum texta)

Þegar Jón Þröstur Jónsson kom til Dyflinnar í febrúar 2019 stóð til hann myndi verja fríinu sínu í spila póker og ferðast með konunni sinni.

Þess í stað hvarf hann sporlaust.

Hingað til hafa fjölmiðlar, og yfirvöld, vart gárað yfirborðið á sögu Jóns.

Í Where is Jón? förum við hins vegar á bólakaf í samstarfi við írska ríkisútvarpið RTÉ.

Where is Jón? finna ótextaða á hlaðvarpsveitum og á Spilara RÚV. Á Spilara RÚV einnig finna íslenska útgáfu þáttanna: Hvar er Jón?

Ef þú býrð yfir upplýsingum um hvarf Jóns geturðu sent okkur tölvupóst á documentaries@rte.ie eða hvarerjon@ruv.is. Einnig geturðu sent inn nafnlausa ábendingu á ruv.is/hvarerjon

Umsjón og dagskrárgerð: Anna Marsibil Clausen og Liam O’Brien.

Frumsamin tónlist: Úlfur Eldjárn

Tónlistarflutningur: Úlfur Eldjárn og Unnur Jónsdóttir.

Hljóðhönnun: Peadar Carney

Aðstoð við dagskrárgerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir og ritstjórn Documentary On One hjá RTÉ.

Þýðing: Bjarni Hinriksson

Þættir

,