Í þessum þætti flytur Pétur Ben nokkur lög og spjallar við hlustendur. Pétur er ungur lagasmiður og gítarleikari. Hann gaf út fyrstu sólóplötu sína, Wine for My Weakness, í fyrra og þótti hún prýðilega vel heppnuð. Þá samdi hann tónlistina við myndir Ragnars Bragasonar og Vesturports, Börn og Foreldrar, hefur spilað meðal annars með Mugison og ætlar að stýra upptökum á næstu plötu Bubba Morthens.
Frumsýnt
30. sept. 2019
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Söngvaskáld III
Þættir frá 2007 þar sem íslenskir lagasmiðir flytja nokkur verka sinna í sjónvarpssal. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.