
Söguboltinn
Sögur eru alls staðar í kringum okkur. Þær eru ekki aðeins í bókum, bíómyndum og á leiksviðinu heldur líka í daglega lífinu, eins og í skólanum eða á íþróttavellinum. Í aðdraganda HM 2018 tengjum við saman bolta og bækur með því að sameina landsliðsfólk í fótbolta og landslið barnabókarithöfunda í umfjöllun um bolta og bækur. Auk þess fylgjumst við með æsispennandi keppni þar sem tíu krakkar keppast um að fá að vera boltaberi Íslands á HM.