Popppunktur

Amiina - Sinfó

Í síðasta leiknum í sextán-liði keppni Popppunkts keppa hörðustu þungarokkssveitir landsins, eða þannig. Það eru tilrauna-krúttin í fyrrverandi strengjakvartettinum Amiinu sem ætla reyna sig við Sinfóníuhljómsveit Íslands, hvorki meira minna, eða öllu heldur þrjá poppfróðustu fulltrúa Melabandsins fyrrverandi og Hörpubandsins núverandi. Svaka leikur í boðinu!

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

16. júlí 2011

Aðgengilegt til

10. ágúst 2025
Popppunktur

Popppunktur

Popppunktur frá árinu 2011. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - og tónlistarhæfileikar. Sextán hljómsveitir taka þátt í keppninni þessu sinni. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Þættir

,