Landakort

Aðventugluggar Grundarfjarðar

Grundarfjarðarbær stendur fyrir því opna svokallaða aðventuglugga, einn á hverjum degi, frá fyrsta desember og til jóla. „Það eru fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í bænum sem taka sér skreyta glugga fyrir hvern dag og svo verður úr þessu skemmtilegur ratleikur eða getraun. Við birtum mynd af glugga dagsins um morguninn og svo getur fólk giskað á hvar hann er eða rölt um bæinn og leitað. Þetta hefur fallið vel í kramið og vakið mikla athygli," segir Þuríður Gía Jóhannesdóttir hjá Grundarfjarðarbæ.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

11. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Landakort

Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

Þættir

,