Þáttur 1 af 3
Fylgst er með hjónunum Kristjáni Gíslasyni og Ásdísi Rósu hjóla um Snæfellsnes og Vestfirði þar sem mannlífið og hið einstaka dýralíf fangaði athygli þeirra meira en nokkuð annað.
Íslenskir heimildarþættir um ferðalag hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur, en þau ferðuðust hringinn í kringum Ísland á mótorhjólum sumarið 2020. Fylgst er með hjónunum upplifa land og þjóð á nýjan hátt þegar þau hjóla 7000 kílómetra á 40 dögum.