
Flateyjargátan
Leikin íslensk þáttaröð í fjórum hlutum. Árið 1971 ferðast Jóhanna á æskuslóðir sínar í Flatey til þess að ganga frá málum eftir andlát föður síns. Hún tekur upp þráðinn við rannsókn hans á Flateyjargátunni, gátu sem tengist Flateyjarbók og hefur verið óleyst í 600 ár. Við rannsóknir sínar flækist hún í morðmál og neyðist til þess að takast á við drauga fortíðar til þess að sanna sakleysi sitt. Leikstjórn: Björn B. Björnsson. Aðalhlutverk: Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Hilmir Jensson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Framleiðsla: Sagafilm og Reykjavík Films. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.