
Eitt stykki hönnun, takk
Íslensk heimildarþáttaröð í þremur hlutum um hönnun á Íslandi og hátíðina HönnunarMars sem var haldin í Reykjavík í tíunda sinn árið 2018. Við kynnumst lífi og starfi hönnuða í dag og köfum ofan í þessa fjörugu hátíð sem tekur yfir höfuðborgina í mars á hverju ári. Dagskrárgerð: Janus Bragi Jakobsson, Kolbrún Vaka Helgadóttir og Tinna Ottesen.