Eitt stykki hönnun, takk

Samstarf er ævintýri

Í öðrum þætti kynnumst við hjónunum Róshildi Jónsdóttur og Snæbirni Stefánssyni sem hafa unnið sem hönnuðir í fjölda ára og takið þátt í HönnunarMars allt frá upphafi. Þau búa í Köldukinn í Þingeyjarsveit ásamt börnunum sínum tveimur og hundinum Sandi. Starf þeirra sem hönnuða hefur leitt þau í ýmis ævintýri, meðal annars í náið samstarf við fólk um allan heim, allt frá Helsinki í Finnlandi til Freetown í Síerra Leóne.

Frumsýnt

21. mars 2019

Aðgengilegt til

23. júní 2025
Eitt stykki hönnun, takk

Eitt stykki hönnun, takk

Íslensk heimildarþáttaröð í þremur hlutum um hönnun á Íslandi og hátíðina HönnunarMars sem var haldin í Reykjavík í tíunda sinn árið 2018. Við kynnumst lífi og starfi hönnuða í dag og köfum ofan í þessa fjörugu hátíð sem tekur yfir höfuðborgina í mars á hverju ári. Dagskrárgerð: Janus Bragi Jakobsson, Kolbrún Vaka Helgadóttir og Tinna Ottesen.

Þættir

,