Bækur og staðir 2017-2018

Arnarstapi

Egill skoðar styttu af Bárði Snæfellsás á Arnarstapa og rifjar upp ævintýralega Íslendingasögu sem segir af Bárði. Hann kom frá Noregi og átti margar dætur. Elsta dóttir hans, Helga, var dag einn leik við frændur sína þegar þeir hrintu henni út á ísjaka og rak hana alla leið til Grænlands. Á Arnarstapa er einnig glæsilegt amtmannshús, sem er eitt elsta hús á Íslandi. Egill rifjar upp gamlar ritdeilur og níðvísur frá fyrri tíð, þar sem fyrir koma meðal annars Jónas Hallgrímsson og Sigurður Breiðfjörð.

Frumsýnt

15. apríl 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Bækur og staðir 2017-2018

Bækur og staðir 2017-2018

Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.

Þættir

,