Egill Helgason fer að Snæfellsjökli, sem orðið hefur mörgum skáldum að yrkisefni. Jökullinn ber með sér dulmagnað yfirbragð og er sagður gæddur yfirnáttúrulegum kröftum. Fyrir nokkrum árum var einnig von á geimverum þangað. Halldór Laxness gerði kröftum jökulsins skil í bók sinni Kristnihald undir jökli en Steingrímur Thorsteinsson, sem ólst upp undir jöklinum, og Þórður á Dagverðará skrifuðu einnig um töfra jökulsins. Egill segir frá för þeirra Eggerts og Bjarna upp á jökulinn, gluggað er í Ferðabók þeirra frá árinu 1772 og fjallað um bók Jules Verne, sem gerði Snæfellsjökul heimsfrægan.
Dagskrárliðurinn er textaður.
Frumsýnt
24. júlí 2018
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Bækur og staðir 2017-2018
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.