Egill Helgason heimsækir ólíka staði á landinu og fjallar um ritverk og höfunda sem þeim tengjast. Hvalsneskirkja á Reykjanesi er ein sérstæðasta og fegursta kirkja landsins. Hún var reist árið 1887, en rúmum tveim öldum fyrr, árið 1644, kom þangað Hallgrímur Pétursson ásamt konu sinni, Guðríði Símonardóttur, og tók við prestsembætti. Þótt skrif Hallgríms séu í hávegum höfð í dag hafði hann á sínum tíma orð á sér fyrir að yrkja “flím og flimtan“. Í Hvalsneskirkju er að finna legstein sem Hallgrímur gerði fyrir dóttur sína Steinunni, en sú stúlka mun hafa verið bráðsnjöll og þegar mikið skáld, þótt hún hafi látist barnung að árum. Sorg Hallríms yfir dótturmissinum var mikil og hefur hún orðið öðrum skáldum að yrkisefni, meðal annars Snorra Hjartarsyni og Jóni Kalman.
Frumsýnt
29. ágúst 2016
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Bækur og staðir 2016
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.