Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Árborgar og Skagafjarðar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Salka Sól Eyfeld dagskrárgerðarkona á RÚV og tónlistarkona.
Lið Árborgar skipa Hrafnkell Guðnason viðskiptafræðingur hjá Háskólafélagi Suðurlands og hrossabóndi á Glóru í Flóahreppi, Gísli Þór Axelsson læknanemi og Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir framhaldsskólanemi sem situr í ungmennaráði Árborgar.
Lið Skagafjarðar skipa Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands, Guðný Zoega fornleifafræðingur á Byggðasafni Skagfirðinga og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst.
Þáttaröð um leikið efni í Sjónvarpinu. Sýnd eru brot úr leikritum og listamenn sem tengjast verkunum segja frá. Dagskrárgerð: Hallmar Sigurðsson og Rúnar Gunnarsson.
Í þessum þætti er sýnt úr verkunum Bílasalan Bjallan, Kristrún í Hamravík, Líkamlegt samband í norðurbænum, Nóttin, já nóttin, Rót og Sjóarinn, spákonan, blómasalinn, skóarinn, málarinn og Sveinn. Sögumenn eru Hilmar Oddsson, Lárus Ýmir Óskarsson, Óskar Jónasson, Sigurður Pálsson og Sveinn Einarsson.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Tólf listamenn veita innsýn í sköpunarferli sitt, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Rætt er við Pétur Magnússon á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur og svo er farið á vinnustofu hans. Erla Þórarinsdóttir sýnir verk sín sem tefla saman því varanlega og skammvinna, því einstaklingsbundna sem bundið er við tíma og skipulag og því eilífa og sammannlega. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnumst við gjafmildum gítarsmið sem tekur þátt í fjölmörgum samfélagsverkefnum, við heimsækjum fjölsmiðjuna Ásbyrgi í Stykkishólmi, við hittum konu sem endurnýtir plast með óvanalegum hætti og við förum í kappakstur á slátturvélatraktorum.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi vakti um helgina máls á ítrekuðum árásum nemenda í skólanum á kennara það sem af er skólaári. Erfiðum málum hafi fjölgað síðustu ár og skólastjórum finnist eins og skólarnir séu að bregðast nemendum sem komast ekki að í sérúrræðum sem sótt er um. Gestir þáttarins eru Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.
Magnús Sigurðarson listamaður hefur um árabil búið í Miami og Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Hann segist heillast af lágkúru og hellir upp á rótsterkt kaffi fyrir Kastljós hér síðar í þættinum.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Silfrið heldur sig á innlendum vettvangi þessa vikuna. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra setja samgöngur úr skorðum, viðskiptabankar gera hlé á veitingu verðtryggðra lána meðan þeir ná áttum eftir vaxtadóm Hæstaréttar, og Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér aftur sem formaður Framsóknarflokksins. Við förum yfir þessi mál og fleiri með þingmönnunum Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Ólafi Adolfssyni og Snorra Másssyni.
Gráglettin finnsk glæpaþáttaröð um rannsóknarlögreglukonuna Mariu Pudas sem rannsakar glæpi í stærsta lögregluumdæmi heims, Lapplandi. Stuðst er við raunverulega glæpi sem gerst hafa á svæðinu í handriti þáttanna. Aðalhlutverk: Saara Kotkaniemi, Iina Kuustonen og Heikki Ranta. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Heimildarmynd frá 2022 um litáíska kvikmyndagerðarmanninn Jonas Mekas sem oft er nefndur guðfaðir framúrstefnukvikmyndagerðar í Bandaríkjunum. Mekas hélt eins konar lifandi dagbók þar sem hann skrásetti líf sitt með því að taka upp myndbönd yfir rúmlega 70 ára tímabil. Leikstjóri: K.D. Davison.
Heimildarþættir frá 2023 í leikstjórn James Bluemel. Fjallað er um átökin á Norður-Írlandi sem stóðu yfir í meira en þrjátíu ár, eða þar til friðarsamningurinn var undirritaður árið 1998. Fólk frá öllum hliðum átakanna deilir persónulegum sögum frá þessum tíma. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.