
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi finnur skál af ógeðslegum afgöngum í ísskápnum. Dóttir hans vill ólm smakka úr skálinni en Eddi vill það alls ekki, því hún gæti breyst í skrímsli!
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Ný sería um hinn vinsæla Bjössa Brunabangsa! Í þessari seríu fylgjumst við með hetjunni Bjössa brunabangsa, sem elskar að keyra slökkviliðsbíl og slökkva elda. Á hverjum einasta degi leysir hann spennandi verkefni með hjálp frá samstarfsfólki sínu.
Jöklarnir hafa hopað og allar þjóðsagnaverurnar úr gömlu bókunum eru komnar fram í dagsljósið. Ormhildur og Albert gamli leggja af stað í leiðangur með Guðrúnu og Brynhildi. Þau ætla að fremja galdraseið til að kveða vættirnar aftur inn í jöklana. Allt fer á hliðina þegar Albert er tekinn höndum og hópurinn hrapar í fjallinu. Á ferðalaginu uppgötvar Ormhildur að hún býr yfir leyndum hæfileika og kemst að því að töfraverurnar eru ekki allar þar sem þær eru séðar.
Ormhildur sækir nykratað við Nykurvatn til að setja á eldinn. Óvart kemur lítið nykurfolald með henni heim. Litla skrímslið veldur uppnámi á eyjunni.
Íbúarnir eru þjáðir af þorsta því Hallgrímur hefur sölsað undir sig allt vatnið. Hann bælir reiði þeirra með göldrum. Hann vill ekki að Albert noti galdra til að láta allt verða eins og það var fyrir flóðið.
Heimildarmynd um íslenska matarsögu sögð með hjálp Elínar Methúsalemsdóttur og fjölskyldu hennar. Elín sat sem barn við hlóðirnar í burstabænum að Bustarfelli og tók þar síðar við búsforráðum og fluttist á sjöunda áratug í nýtískulegt hús við hliðina á því gamla. Héröð landsins eru heimsótt og fjallað er um staðbundna matarhefð og matvælaframleiðslu. Rætt er við matarframleiðendur af ýmsu tagi, sagnfræðinga, næringarfræðinga og þá sem matreiða. Á tímum fjöldaframleiðslu og alþjóðavæðingar verður hið staðbundna sífellt eftirsóknarverðara. Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen.
Sumir staðir skipta okkur meira máli en aðrir. Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Gísli Marteinn Baldursson ræðir við Einar Örn Benediktsson, sem sýnir honum staðinn sem breytti lífi hans.
Þáttaröð um mat og matarmenningu Íslendinga allt frá landnámi til dagsins í dag – og jafnvel nokkur skref inn í framtíðina. Gísli og Silla fara með áhorfendur í rannsóknarleiðangur þar sem þau skoða hinar ýmsu mýtur og sturlaðar staðreyndir um mat. Matarsérfræðingar greina matarhefðir, tískur og strauma – allt frá súrmat til skordýrasnakks – og stjörnukokkar fá það verkefni að búa til gómsætar máltíðir úr vinsælu hráefni liðinna tíma. Umsjón: Gísli Einarsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Dagskrárgerð: Konráð Pálmason.
Snemma á 20. öld verður bylting í geymslu matvæla með tilkomu niðursuðu og ýmsar tilraunir gerðar til að sjóða niður mat í dósir með misgóðum árangri. Bakstur ryður sér til rúms á 19. öld með rúgbrauði handa sjómönnum og bakaríin spretta fram. Íslenskar uppskriftabækur verða vinsælar með Kvennafræðarann í broddi fylkingar.
Heimildarmynd um baráttu íslenskra námsmanna á sjöunda áratugnum. Árið 1970 var pólitískt andóf fyrirferðamikið í íslensku samfélagi. Tveir atburðir stóðu upp úr: sendirráðstakan í Stokkhólmi í apríl og sprenging stíiflu við Laxá. Leikstjórn: Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason. Handritshöfundar: Anna K. Kristjánsdóttir, Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason.
Heimildarþáttaröð um sögu hljóðversins Hljóðrita sem var stofnað árið 1975 og varð fljótt að einu áhrifamesta upptökuveri Íslands. Í hálfa öld hefur Hljóðriti verið vettvangur fyrir breiða flóru tónlistarmanna, en nýjum tímum fylgja nýjar áskoranir. Leikstjóri: Árni Þór Jónsson. Framleiðsla: Republik.
Þriðja þáttaröð þessara stórbrotnu náttúrulífsþátta með David Attenborough um Jörðina, náttúru hennar og dýralíf á öllum árstíðum. Þættirnir eru talsettir á íslensku en sýndir með ensku tali á RÚV 2.
Heimildarþáttaröð um sögu hljóðversins Hljóðrita sem var stofnað árið 1975 og varð fljótt að einu áhrifamesta upptökuveri Íslands. Í hálfa öld hefur Hljóðriti verið vettvangur fyrir breiða flóru tónlistarmanna, en nýjum tímum fylgja nýjar áskoranir. Leikstjóri: Árni Þór Jónsson. Framleiðsla: Republik.
Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Draumur Ditte um að skapa ástríkt fjölskyldusamfélag þar sem hún er miðpunkturinn sem hjálpari og frelsari hússins virðist vera að rætast. Hún trúir því að tilgangurinn helgi meðalið, alltaf, og því ræðst hún gegn opinberri stofnun með sýklahernaði og brýtur fimmta boðorðið. Þar með getur hún strikað tvö verkefni af „listanum“ sínum.

Frönsk kvikmynd frá 2021 byggð á samnefndri bók með endurminningum höfundarins Emmanuèle Bernheim. Þegar faðir Emmanuèle lamast af völdum heilablóðfalls biður hann hana að aðstoða sig við að binda enda á líf sitt. Hún samþykkir að hjálpa honum en þarf að leita leiða til að verða við ósk hans þar sem líknardráp er ólöglegt í Frakklandi. Leikstjóri: François Ozon. Aðalhlutverk: Sophie Marceau, Andé Dussollier og Féraldine Pailhas.

Sögur eru alls staðar í kringum okkur. Þær eru ekki aðeins í bókum, bíómyndum og á leiksviðinu heldur líka í daglega lífinu, eins og í skólanum eða á íþróttavellinum. Í aðdraganda HM 2018 tengjum við saman bolta og bækur með því að sameina landsliðsfólk í fótbolta og landslið barnabókarithöfunda í umfjöllun um bolta og bækur. Auk þess fylgjumst við með æsispennandi keppni þar sem tíu krakkar keppast um að fá að vera boltaberi Íslands á HM.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þessum þætti búa Ylfa og Máni til ljúffengan hafragraut með eplamús. Hollur og góður morgunverður.
Ef þú ætlar að fá þér þennan morgunmat, skaltu byrja á eplamúsinni, hún tekur lengri tíma.
Eplamús
3-4 epli
kanill eftir smekk
1/2 L vatn
Aðferð:
Eplin eru skræluð og kjarnhreinsuð og síðan skorin í grófa bita.
Settu eplabitana í pott ásamt vatni og kanil.
Eplin eru soðin í 20 mín.
Sigtaðu eplin ef það er mikill vökvi.
Músaðu eplin með töfrasprota.
Hafragrautur
(fyrir einn svangan eða tvo minna svanga)
2 dl hafrar
2 dl vatn
2 dl mjólk - hægt að nota kúamjólk, haframjólk eða möndlumjólk.
smá salt
Allt er sett í pott og soðið þar til hann er eins þykkur og þér finnst best.
Umsjón:
Ylfa Blöndal
Hilmar Máni Magnússon
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Hláturskrímslið er ólíkur öðrum skrímslum. Hann er jafn stór og risaháhýsi og virðist finnast flest allt bráðfyndið. Hann hlær svo hátt að jörðin hristist, hús hrynja og það heyrist í honum til næstu landa. En hann notar að minnsta kosti sólarvörn, það er eitthvað.

Þriðja þáttaröð þessara stórbrotnu náttúrulífsþátta með David Attenborough um Jörðina, náttúru hennar og dýralíf á öllum árstíðum.

A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Ditte’s dream of creating a passionate, family-like community - with herself at the centre as the building’s helper and saviour - seems to be coming true. She believes that the ends always justify the means, and so she takes on a public institution with a microbial assault, breaking the Fifth Commandment in the process. With that, she can cross two tasks off her “list.”