Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Það styttist í að hlé verði gert á störfum Alþingi en töf hefur orðið á afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins og fleiri mála vegna óvenjulangrar umræðu. Við ræðum við Sigmar Guðmundsson, þingflokksformann Viðreisnar, og Bryndísi Haraldsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins um helstu ágreiningsefnin.
Sjónvarpsþættirnir Danska konan eftir Benedikt Erlingsson, með dönsku stórstjörnunni Trine Dyrholm í titilhlutverkinu, hefja göngu sína á RÚV eftir áramót. Kastljós fór á tökustað síðastliðið sumar.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur þáttarins eru Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jón Gnarr, Kristjana Stefánsdóttir og Sigurjón Kjartansson.
Þáttur frá 2007 þar sem flutt eru jólalög sem hafa verið leikin og sungin í Sjónvarpinu á ýmsum tímum allt frá 1980. Eva María Jónsdóttir er kynnir en flytjendur eru Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Ingibjörg Þorbergs, Óskar Pétursson, Pálmi Gunnarsson, Ragnar Bjarnason, Sigurður Helgi Pálmason, Sigrún Hjálmtýsdóttir, tríó skipað flautuleikurunum Guðrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardau ásamt Peter Maté, píanóleikara, Karlakór Reykjavíkur, Kór Akureyrarkirkju, Skólakór Garðabæjar, Skólakór Kársness og Sunnukórinn á Ísafirði. Dagskrárgerð annaðist Andrés Indriðason.

Heimildarmynd um jólahald Íslendinga. Fyrir síðustu jól bauð RÚV öllum sem vildu að senda inn myndefni af sínum jólum, undirbúningi og hátíðarhöldum. Fjöldi fólks tók þátt og úr varð einlæg svipmynd af jólahaldi þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Jólasveinarnir eru með aðstoðarmenn úti um allt, þar á meðal í Leifsstöð.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Týr og Fríða fara inn í Myrkrið og sjá skuggana. Selma og Hákon ákveða að reyna að búa til sín eigin norðurljós.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura halda að það sé komið skrímsli í heimsókn en sjá svo fljótt að þetta er bara Eysteinn sem er kominn til að gista með þeim.

Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Jóhanna Vigdís og Siggi Gunnars færa áhorfendum uppskrift að jólum. Í þáttunum setja þau saman jólaveislu, velta fyrir sér jólalögum, hefðum og ýmsu fleiru. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
www.ruv.is/uppskriftadjolum

Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Valdimar Sverrison er lífsglaður fjölskyldufaðir og ljósmyndari sem missti sjónina óvænt, vart fimmtugur. Hann sneri vörn í sókn með húmorinn að vopni.
Pólskir spennuþættir frá 2024 um jarðfræðinginn Lenu sem snýr aftur til heimabæjar síns í leit að dóttur sinni sem grunuð er um að hafa numið hóp barna á brott. Aðalhlutverk: Karolina Kominek, Dawid Ogrodnik og Paulina Galazka. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Upptaka frá jólatónleikum Gauta Þeys Mássonar sem haldnir voru í Háskólabíói í desember 2023. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum ásamt Gauta eru Sigga Beinteins, Steindi og Tvíhöfði. Einnig verður aðstoðarmaður Gauta, innáleiðarinn Emil Alfreð, á sínum stað. Stjórn upptöku: Gísli Berg. Framleiðsla: RÚV og Emmsjé Gauti. Þátturinn er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.